Fréttir

12. febrúar 2025
Aðalfundur Kornræktarfélags Suðurlands

Aðalfundur Kornræktarfélags Suðurlands verður haldinn miðvikudaginn 26. febrúar að Stóra Ármóti og hefst kl 13:30

Dagskrá;

  1. Aðalfundarstörf samkvæmt samþyktum félagsins
  2. Umfang kornræktar á síðasta ári.
  3. Önnur mál

Nánari dagskrá auglýst þegar hún liggur fyrir

6. febrúar 2025
Aðalfundur Búnaðarsambands Suðurlands 2025

Aðalfundur Búnaðarsambands Suðurlands verður haldinn miðvikudaginn 5. mars að Hótel Dyrhólaey og hefst hann kl 11:00 að venju. Á fundinum eru venjuleg aðalfundarstörf  og kosið um 2 fulltrúa á Búnaðarþing sem verður dagana 20. og 21. mars og um stjórnarmenn úr Skaftafellssýslum

20. desember 2024
Að lokinni sæðistökuvertíð 2024

Í dag 20. desember lauk sæðistökuvertíðinni þetta haustið. Hún hófst með því að tæpir 800 skammtar voru djúpfrystir í nóvember en útsending á fersku sæði hófst 1. des. Mesta útsendingin var 10. des en þá var sent út sæði í 1.700 ær. Alls var sent út sæði í liðlega 21 þúsund ær og það gætu orðið um 13.500 ær sæddar með því. Heilt yfir gekk sæðistaka vel sem og koma sæðinu á áfangastað. Engin sending misfórst vegna veðurs.  Mest af sæði var sent úr Faldi 23-937 frá Ytri Skógum eða í 1.770 ær. Þá kom Hlekkur 24-959 frá Mýrum með sæði í 1.625 ær, Arfur 24-954 frá Raftholti með sæði í 1.235 ær, Pálmi 24-946 frá Kiðafelli með sæði í 1.170 ær, Gunnsteinn 24-975 frá Hólabæ með sæði í 1.150 ær og Dufgus 24-967 frá Sauðafelli með sæði í 1.145 ær. Að lokum er bændum þakkað ánægjulegt samstarf og óskað gleðilegra jóla. Myndin er af Faldi frá Ytri-Skógum.

Fara í fréttalista

Viðburðir

Engir viðburðir á skrá.

Það eru 0 viðburðir skráðir. Sjá alla
back to top