Fréttir

25. febrúar 2025
Aðalfundur Kornræktarfélags Suðurlands

Á aðalfundi Kornræktarfélags Suðurlands sem haldinn verður á Stóra Ármóti miðvikudaginn 26. febrúar kl 13:30 verða flutt áhugaverð erindi.

Eiríkur Loftsson ráðunautur RML fjallar um gæðamat korns á velli og ráðgjöf RML fyrir kornbændur

Sunna Skeggjadóttir segir af tilraunastarfi LbhÍ í kornrækt og fjallar m.a. um yrkjatilraunir, áburðartilraunir og skiptingu áburðargjafar á kornakra.

12. febrúar 2025
Aðalfundur Kornræktarfélags Suðurlands

Aðalfundur Kornræktarfélags Suðurlands verður haldinn miðvikudaginn 26. febrúar að Stóra Ármóti og hefst kl 13:30

Dagskrá;

  1. Aðalfundarstörf samkvæmt samþyktum félagsins
  2. Umfang kornræktar á síðasta ári.
  3. Önnur mál

Nánari dagskrá auglýst þegar hún liggur fyrir

6. febrúar 2025
Aðalfundur Búnaðarsambands Suðurlands 2025

Aðalfundur Búnaðarsambands Suðurlands verður haldinn miðvikudaginn 5. mars að Hótel Dyrhólaey og hefst hann kl 11:00 að venju. Á fundinum eru venjuleg aðalfundarstörf  og kosið um 2 fulltrúa á Búnaðarþing sem verður dagana 20. og 21. mars og um stjórnarmenn úr Skaftafellssýslum

Fara í fréttalista

Viðburðir

Engir viðburðir á skrá.

Það eru 0 viðburðir skráðir. Sjá alla
back to top