Fréttir
Aðalfundur Kornræktarfélags Suðurlands

Á aðalfundi Kornræktarfélags Suðurlands sem haldinn verður á Stóra Ármóti miðvikudaginn 26. febrúar kl 13:30 verða flutt áhugaverð erindi.
Eiríkur Loftsson ráðunautur RML fjallar um gæðamat korns á velli og ráðgjöf RML fyrir kornbændur
Sunna Skeggjadóttir segir af tilraunastarfi LbhÍ í kornrækt og fjallar m.a. um yrkjatilraunir, áburðartilraunir og skiptingu áburðargjafar á kornakra.
Aðalfundur Kornræktarfélags Suðurlands

Aðalfundur Kornræktarfélags Suðurlands verður haldinn miðvikudaginn 26. febrúar að Stóra Ármóti og hefst kl 13:30
Dagskrá;
- Aðalfundarstörf samkvæmt samþyktum félagsins
- Umfang kornræktar á síðasta ári.
- Önnur mál
Nánari dagskrá auglýst þegar hún liggur fyrir
Aðalfundur Búnaðarsambands Suðurlands 2025

Aðalfundur Búnaðarsambands Suðurlands verður haldinn miðvikudaginn 5. mars að Hótel Dyrhólaey og hefst hann kl 11:00 að venju. Á fundinum eru venjuleg aðalfundarstörf og kosið um 2 fulltrúa á Búnaðarþing sem verður dagana 20. og 21. mars og um stjórnarmenn úr Skaftafellssýslum