Fréttir

26. júní 2025
Eyðublað v. kauptilboðs í Angus gripi hjá Nautís

Í síðasta bændablaði sem kom út fimmtudaginn 26. júní er kynning á þeim Angusgripum sem boðin eru til kaups hjá Nautís nú í júlí. Um er að ræða 8 naut og 7 kvígur og verða kvígurnar vonandi fengnar. Tvö nautanna hafa verið flutt að Hesti en sæði úr þeim verður tekið til kyngreiningar í ágúst og verða þau ekki afhent fyrr en að því loknu. Myndin er af Massa 24406 en hann er undan Manitu av Höystad sem er eitt besta Angus nautið sem í boði er í Noregi. Eyðublaðið fylgir hér með

Tilboð í Angus gripi 2025 –

8. maí 2025
Dómar á holdagripum hjá Nautís

Ráðunautar RML þær Ditte Clausen og Linda Gunnarsdóttir skoðuðu og dæmdu holdagripi Nautís sem fæddust á síðasta ári og ljúka einangrun um miðjan júní. Gripirnir fá útlitsdóm og svo er bakvöðvinn og fitulag mælt. Matið verður notað þegar kynning á sölugripunum fer fram um miðjan júní. Það eru 10 naut og 11 kvígur sem verið hafa í einangrun en nokkrar kvígur verða fluttar yfir í kúafjósið til viðhalds.

Á myndinni má sjá Ditte, Lindu og Davíð bústjóra

25. apríl 2025
Burður hjá Nautís

Burður hjá Nautís hófst í byrjun apríl. Fæddir eru 10 kálfar þar af 4 naut og 6 kvígur. Kýrnar hafa borið úti í þessu þurra góða veðri og burður gengið vel.

Kálfarnir eru undan reynda nautinu Hovin Milorg og þremur óskyldum ungnautum.  Nýlega voru fluttir inn 60 sæðisskammtar af Angus sæði frá Noregi og aftur urðu óskyld ungnaut fyrir valinu.

Í júní verða til sölu hjá Nautís allt að 10 naut og 7 kvígur og fer kynning á þeim fram fljótlega.

Fara í fréttalista

Viðburðir

Engir viðburðir á skrá.

Það eru 0 viðburðir skráðir. Sjá alla
back to top