Fréttir

12. nóvember 2025
Hrútaskráin 2025-2026 er komin á vefinn

Hrútaskráin 2025-2026 er komin vefinn.  Útgáfan er í höndum sauðfjársæðingastöðvanna og ritstjóri er Guðmundur Jóhannesson RML.  Hægt verður að nálgast Hrútaskránna á skrifstofu Búnaðarsambands Suðurlands um miðja næstu viku. Minnum líka við á kynningarfundi sem verða haldnir um hrútakost nýrrar Hrútaskrár:

Þriðjudaginn 18. nóvember Stracta Hótel Hellu kl 20:00

Miðvikudaginn 19. nóvember Smyrlabjörg kl 14:00

Miðvikudaginn 19. nóvember Kirkjubæjarstofa kl 20:00

Hrútaskrána má finna hér: Hrútaskrá 2025-2026

Hrútafundir

Dagana 18. og 19 nóvember nk verða hinir árlegu hrútafundir haldnir. Eyþór Einarsson sauðfjárræktarráðunautur RML fjallar um ræktunarstarfið í sauðfjárrækt og fjallar um hrútakostinn  sem verður í Þorleifskoti og sæði dreift úr í desember. Fanney Ólöf fjallar um lambaskoðanir í haust á Suðurlandi og verðlaun verða veitt fyrir 5 efstu lambhrútana í hverri sýslu. Sveinn Sigurmundsson fjallar um sauðfjársæðingastöðina og mál tengd sauðfjársæðingum. Kaffiveitingar verða á fundunum og í boði Sláturfélags Suðurlands. Hrútaskránni verður dreift á fundunum

Þriðjudaginn 18. nóvember Stracta Hótel Hellu kl 20:00

Miðvikudaginn 19. nóvember Smyrlabjörg kl 14:00

Miðvikudaginn 19. nóvember Kirkjubæjarstofa kl 20:00

28. október 2025
Ársfundur RML

Ársfundur RML verður haldinn á Hótel Vesturlandi í Borgarnesi, fimmtudaginn 30. október. Fundurinn hefst kl 13:30 en boðið er upp á súpu klukkan 13:00

Dagskrá fundarins :

  • Skýrsla stjórnar
  • Kynning á starfsemi RML
  • Kynnt verða verkefnin: Orkunýting í ylrækt, CyberGrass 2.0 – Hámörkun á magni og gæðum uppskeru með notkun fjölrásafjarkönnunarmynda og nýr Worldfengur
  • Almennar umræður um málefni félagsins

Áætluð fundarlok eru um kl. 15:30. Streymt verður frá fundinum en þeir bændur sem hafa tækifæri til eru hvattir til að mæta á staðinn.

 

Fara í fréttalista

Viðburðir

Engir viðburðir á skrá.

Það eru 0 viðburðir skráðir. Sjá alla
back to top