Fréttir

21. nóvember 2025
Velheppnaðir hrútafundir

Fundirnir voru vel sóttir og mættu alls 150 manns á þá. Veitt voru verðlaun fyrir 5 efstu lambhrútana í hverri sýslu í lambaskoðun RML í haust. Verðlaunaplattarnir voru í boði Fóðurblöndunnar og kaffiveitingarnar í boði Sláturfélags Suðurlands. Meðfylgjandi er tafla yfir þessa hrúta og yfirlit yfir dóminn. Á myndinni eru verðlaunahafar í Árnessýslu.

Frá vinstri Hannes Dísarstöðum, Sigríður Bræðratungu, Guðrún Bjarnastöðum, Gunnar Steinsholti og Óskar Hruna

Verdlaunalambhrutabu_2025

17. nóvember 2025
Námskeið í sauðfjársæðingum

Miðvikudaginn 26. nóvember mun Þorsteinn Ólafsson halda námskeið í sauðfjársæðingum á Stóra Ármóti. Námskeiðið sem er haldið á vegum endurmenntunardeildar LbhÍ hefst kl 13:00

Námskeiðin henta sauðfjárbændum og öllum sem hafa áhuga á að starfa við eða starfa nú þegar við
sauðfjársæðingar. Námskeiðin eru bæði bókleg og verkleg og er m.a. kennd meðferð
sæðis og verklag við sæðingar í fjárhúsi.

Námskeiðin fara fram kl. 13-17. Verð 35.000 kr.
Skráning og nánari upplýsingar á vef Endurmenntunar LbhÍ endurmenntun.lbhi.is

12. nóvember 2025
Hrútaskráin 2025-2026 er komin á vefinn

Hrútaskráin 2025-2026 er komin vefinn.  Útgáfan er í höndum sauðfjársæðingastöðvanna og ritstjóri er Guðmundur Jóhannesson RML.  Hægt verður að nálgast Hrútaskránna á skrifstofu Búnaðarsambands Suðurlands um miðja næstu viku. Minnum líka við á kynningarfundi sem verða haldnir um hrútakost nýrrar Hrútaskrár:

Þriðjudaginn 18. nóvember Stracta Hótel Hellu kl 20:00

Miðvikudaginn 19. nóvember Smyrlabjörg kl 14:00

Miðvikudaginn 19. nóvember Kirkjubæjarstofa kl 20:00

Hrútaskrána má finna hér: Hrútaskrá 2025-2026

Fara í fréttalista

Viðburðir

Engir viðburðir á skrá.

Það eru 0 viðburðir skráðir. Sjá alla
back to top