Fréttir

4. júlí 2025
Reglur vegna útboðs á Angus gripum hjá Nautís

Myndin er af Mola 24402 en hann og Möskvi 24404 hafa verið fluttir að Hesti til sæðistöku og seinna í sumar verður sæði úr þeim kyngreint og þeir verða ekki afhentir fyrr en að því loknu. Miðað við nýjustu upplýsingar fer kyngreiningin fram í ágúst. Fari það eftir verða þeir afhentir seinnipartinn í ágúst.

Tilb í naut – reglur v. útboð 2 2025

26. júní 2025
Eyðublað v. kauptilboðs í Angus gripi hjá Nautís

Í síðasta bændablaði sem kom út fimmtudaginn 26. júní er kynning á þeim Angusgripum sem boðin eru til kaups hjá Nautís nú í júlí. Um er að ræða 8 naut og 7 kvígur og verða kvígurnar vonandi fengnar. Tvö nautanna hafa verið flutt að Hesti en sæði úr þeim verður tekið til kyngreiningar í ágúst og verða þau ekki afhent fyrr en að því loknu. Myndin er af Massa 24406 en hann er undan Manitu av Höystad sem er eitt besta Angus nautið sem í boði er í Noregi. Eyðublaðið fylgir hér með

Tilboð í Angus gripi 2025 –

8. maí 2025
Dómar á holdagripum hjá Nautís

Ráðunautar RML þær Ditte Clausen og Linda Gunnarsdóttir skoðuðu og dæmdu holdagripi Nautís sem fæddust á síðasta ári og ljúka einangrun um miðjan júní. Gripirnir fá útlitsdóm og svo er bakvöðvinn og fitulag mælt. Matið verður notað þegar kynning á sölugripunum fer fram um miðjan júní. Það eru 10 naut og 11 kvígur sem verið hafa í einangrun en nokkrar kvígur verða fluttar yfir í kúafjósið til viðhalds.

Á myndinni má sjá Ditte, Lindu og Davíð bústjóra

Fara í fréttalista

Viðburðir

Engir viðburðir á skrá.

Það eru 0 viðburðir skráðir. Sjá alla
back to top