Fréttir
Bændahópur – hefur þú áhuga?
Það eru laus pláss í hóp á Suðurlandi þannig að nú er tækifæri fyrir áhugasama að taka þátt í þessu skemmtilega verkefni sem er stýrð jafningjafræðsla.
Hvers vegna bændahópar?
• Bændur læra hver af öðrum hvernig er best að gera hlutina og hvenær.
• Hitta aðra bændur, ræða saman um áhugamál sín og leysa málin saman!
• Öflug bú sem vilja gera enn betur.
• Ungir bændur sem vilja læra af reynslumeiri jafningjum.
• Kynslóðaskipti – afla sér þekkingar utan bús.
• Sjá hvernig aðrir gera á sínum búum – fundirnir eru haldnir á búum þátttakenda.
• Fimm fundir á ári. Lesa meira
Sauðfjársæðingar frá Suðurlandi 2025
Mikil ásókn var í hrútasæði nú í desember sérstaklega fyrri hlutann. Suma daga var útsent sæði í nærri 2000 ær og þá reyndi verulega á lambhrútana sem voru á stöðinni og á mörkum að hægt væri að sinna heildareftirspurn. Alls var sent út sæði í nærri 25 þúsund ær en miðað við nýtingu síðustu ára gæti þetta verið þátttökumet frá upphafi sauðfjársæðinga hér í Þorleifskoti sem var árið 1968. Þegar er búið að skrá rétt um 15.000 ær sæddar af Suðurlandi nú í byrjun janúar. Færð og veður var okkur hagstætt en þó er alltaf aðeins um að sendingar misfarist vegna flugsamgangna. Gríðar ásókn var í lambhrútinn Skörðung 25-811 frá Skarðaborg og þrátt fyrir að hann hafi staðið sig vel sem sæðisgjafi var alls ekki hægt að sinna pöntunum úr honum.Úr Skörðungi var sent sæði í 2275 ær en búið er að skrá sæðingar á nærri 1700 ám. Næstir í skráðri notkun í byrjun janúar eru; Áttundi 25-806 frá Ásgarði með 1071 ær, Tandri 25-810 frá Oddgeirshólum með 1059 ær, Boli 25-808 frá Skammadal með 1030 ær og Ísak 25-821 frá Grafarkoti með 988 ær. Eitthvað á eftir að bætast við þessar tölur. Að lokum þakkar starfsfólk stöðvarinnar í Þorleifskoti bændum nær og fjær ánægjulegt samstarf.
Myndin er af Skörðungi frá Skarðaborg







