Fréttir
Sauðfjársæðingar frá Suðurlandi 2025
Mikil ásókn var í hrútasæði nú í desember sérstaklega fyrri hlutann. Suma daga var útsent sæði í nærri 2000 ær og þá reyndi verulega á lambhrútana sem voru á stöðinni og á mörkum að hægt væri að sinna heildareftirspurn. Alls var sent út sæði í nærri 25 þúsund ær en miðað við nýtingu síðustu ára gæti þetta verið þátttökumet frá upphafi sauðfjársæðinga hér í Þorleifskoti sem var árið 1968. Þegar er búið að skrá rétt um 15.000 ær sæddar af Suðurlandi nú í byrjun janúar. Færð og veður var okkur hagstætt en þó er alltaf aðeins um að sendingar misfarist vegna flugsamgangna. Gríðar ásókn var í lambhrútinn Skörðung 25-811 frá Skarðaborg og þrátt fyrir að hann hafi staðið sig vel sem sæðisgjafi var alls ekki hægt að sinna pöntunum úr honum.Úr Skörðungi var sent sæði í 2275 ær en búið er að skrá sæðingar á nærri 1700 ám. Næstir í skráðri notkun í byrjun janúar eru; Áttundi 25-806 frá Ásgarði með 1071 ær, Tandri 25-810 frá Oddgeirshólum með 1059 ær, Boli 25-808 frá Skammadal með 1030 ær og Ísak 25-821 frá Grafarkoti með 988 ær. Eitthvað á eftir að bætast við þessar tölur. Að lokum þakkar starfsfólk stöðvarinnar í Þorleifskoti bændum nær og fjær ánægjulegt samstarf.
Myndin er af Skörðungi frá Skarðaborg
Velheppnaðir hrútafundir
Fundirnir voru vel sóttir og mættu alls 150 manns á þá. Veitt voru verðlaun fyrir 5 efstu lambhrútana í hverri sýslu í lambaskoðun RML í haust. Verðlaunaplattarnir voru í boði Fóðurblöndunnar og kaffiveitingarnar í boði Sláturfélags Suðurlands. Meðfylgjandi er tafla yfir þessa hrúta og yfirlit yfir dóminn. Á myndinni eru verðlaunahafar í Árnessýslu.
Frá vinstri Hannes Dísarstöðum, Sigríður Bræðratungu, Guðrún Bjarnastöðum, Gunnar Steinsholti og Óskar Hruna
Námskeið í sauðfjársæðingum
Miðvikudaginn 26. nóvember mun Þorsteinn Ólafsson halda námskeið í sauðfjársæðingum á Stóra Ármóti. Námskeiðið sem er haldið á vegum endurmenntunardeildar LbhÍ hefst kl 13:00
Námskeiðin henta sauðfjárbændum og öllum sem hafa áhuga á að starfa við eða starfa nú þegar við
sauðfjársæðingar. Námskeiðin eru bæði bókleg og verkleg og er m.a. kennd meðferð
sæðis og verklag við sæðingar í fjárhúsi.
Námskeiðin fara fram kl. 13-17. Verð 35.000 kr.
Skráning og nánari upplýsingar á vef Endurmenntunar LbhÍ endurmenntun.lbhi.is






