Fréttir
Burður hjá Nautís

Burður hjá Nautís hófst í byrjun apríl. Fæddir eru 10 kálfar þar af 4 naut og 6 kvígur. Kýrnar hafa borið úti í þessu þurra góða veðri og burður gengið vel.
Kálfarnir eru undan reynda nautinu Hovin Milorg og þremur óskyldum ungnautum. Nýlega voru fluttir inn 60 sæðisskammtar af Angus sæði frá Noregi og aftur urðu óskyld ungnaut fyrir valinu.
Í júní verða til sölu hjá Nautís allt að 10 naut og 7 kvígur og fer kynning á þeim fram fljótlega.
Aðalfundur Kornræktarfélags Suðurlands

Á aðalfundi Kornræktarfélags Suðurlands sem haldinn verður á Stóra Ármóti miðvikudaginn 26. febrúar kl 13:30 verða flutt áhugaverð erindi.
Eiríkur Loftsson ráðunautur RML fjallar um gæðamat korns á velli og ráðgjöf RML fyrir kornbændur
Sunna Skeggjadóttir segir af tilraunastarfi LbhÍ í kornrækt og fjallar m.a. um yrkjatilraunir, áburðartilraunir og skiptingu áburðargjafar á kornakra.
Aðalfundur Kornræktarfélags Suðurlands

Aðalfundur Kornræktarfélags Suðurlands verður haldinn miðvikudaginn 26. febrúar að Stóra Ármóti og hefst kl 13:30
Dagskrá;
- Aðalfundarstörf samkvæmt samþyktum félagsins
- Umfang kornræktar á síðasta ári.
- Önnur mál
Nánari dagskrá auglýst þegar hún liggur fyrir