Fréttir

24. júní 2024
SALA Á 10 HOLDAGRIPUM HJÁ NAUTÍS

Hér eru upplýsingar og lýsingar á þeim 10 Angus gripum sem eru til sölu hjá Nautís ásamt tilboðsblöðum og reglum um tilboðið. Um er að ræða 7 naut og 3 kvígur sem eru að verða 14 mánaða.   Gripirnir verða afhentir að loknu útboði nema nautin sem eru í sæðistöku sem verða afhent þegar nægjanlegt magni af sæði hefur náðst úr þeim. Útboðið verður opnað 9. júlí nk. Nánari upplýsingar um gripina ásamt myndum af þeim birtast í Bændablaðinu sem kemur út 27. júní. Myndin er af Leir 75 en hann er einn af sonum Laurens av Krogdal sem er  boðin til kaups.

Lýsing nauta fæddra 2023

Kvígur til sölu 2024

Tilb í naut – reglur v. útboð 2 2024

Angus tilboð birt juni 2024

15. maí 2024
Aðalfundur Nautís

Aðalfundur Nautís verður haldinn fimmtudaginn 23. maí að Stóra Ármóti Flóahreppi og hefst kl 13:30

Dagskrá;

  1. Skýrsla stjórnar og framkvæmdastjóra
  2. Reikningar
  3. Kosningar
  4. Önnur mál

Á fundinn mætir Jón Hjalti Eiríksson LbhÍ og fjallar um skyldleikann í Nautís stofninum. Að fundi loknum er opið hús hjá Nautís

9. apríl 2024
Stofnfundur Kornræktarfélags Suðurlands

Stofnfundur Kornræktarfélags Suðurlands verður haldinn í Frægarði Gunnarsholti miðvikudaginn 24. apríl og hefst kl 13:30. Tilgangurinn er að ná öllum þeim sem rækta korn og eða hafa áhuga á kornrækt og framgangi kornræktar saman í einn félagsskap.  Stefnt er að stofnun kornsamlags síðar á árinu. Á fundinn mætir Hrannar Smári Hilmarsson tilraunastjóri LbhÍ og fer yfir það helsta sem er verið að vinna að í rannsóknum á kornyrkjum og fleiru sem snýr að kornrækt.

Fara í fréttalista

Viðburðir

Engir viðburðir á skrá.

Það eru 0 viðburðir skráðir. Sjá alla
back to top