Fréttir

28. júlí 2025
Útboð holdagripa hjá Nautís 2025

Þann 9. júlí sl fór fram útboð á 15 holdagripum hjá Nautís. Þar af 8 naut og 7 kvígur. Tilboð komu frá 15 rekstraraðilum. Kvígurnar seldust á 860 þús. að jafnaði en nautin á 1587 þús sem eru svipuð verð og í fyrra. Áður hafði 2 nautum verið fargað, annar var eineistungur og hinn með laka fótstöðu. Kvigurnar voru hjá nauti og eru vonandi fengnar. Nautís óskar nýjum eigendum til hamingju með gripina og vonar að þeir gagnist vel. Myndin er af Mola 24402 en hann er nú á Nautastöðinni Hesti þar sem sæði úr honum verður kyngreint nú í ágúst.

Burði hjá Nautís lokið 2025

Burður hjá Nautís hófst snemma í apríl og lauk nú seint í júlí. Kýrnar voru sæddar og var um 70% sem héldu við fyrstu sæðingu. Alls fæddust 22 kálfar og gekk burður yfirleitt mjög vel. Fæðingarþungi flestra kálfanna var á bilinu 35 kg til 40 kg en þess var gætt að gefa kúnum síðslegið og trénað hey fyrir burð. Einn kálfur drapst vikugamall og við krufningu kom í ljós að hann var með hjartagalla. Það eru því til 12 nautkálfar og 9 kvígukálfar. Kálfarnir eru undan reynda nautinu Hovin Milorg og svo ungnautunum L. Roll in one, L.S. Nugget og Hovin Sokrates. Þau voru fyrst og fremst valin út frá skyldleika (fjarskyld) en höfðu einnig kom vel út úr einstaklingsprófi á rannsóknastöð Norðmanna í Staur þar sem m.a. átgeta, fóðurnýting og vaxtarhraði er metin ásamt útliti og skapferli. Burði verður flýtt og æskilegt að kálfarnir fæðist í apríl og maí

4. júlí 2025
Reglur vegna útboðs á Angus gripum hjá Nautís

Myndin er af Mola 24402 en hann og Möskvi 24404 hafa verið fluttir að Hesti til sæðistöku og seinna í sumar verður sæði úr þeim kyngreint og þeir verða ekki afhentir fyrr en að því loknu. Miðað við nýjustu upplýsingar fer kyngreiningin fram í ágúst. Fari það eftir verða þeir afhentir seinnipartinn í ágúst.

Tilb í naut – reglur v. útboð 2 2025

Fara í fréttalista

Viðburðir

Engir viðburðir á skrá.

Það eru 0 viðburðir skráðir. Sjá alla
back to top