Fréttir

18. nóvember 2024
Skil á haustskýrslum fyrir 20. nóvember

Í samræmi við 10. gr. laga um búfjárhald nr. 38/2013, er öllum umráðamönnum búfjár skylt að skila árlega rafrænni haustskýrslu í Bústofn, eigi síðar en 20. nóvember.

Í haustskýrslunni skal koma fram fjöldi ásetts búfjár af hverri tegund, allt búfé í hagagöngu og á hvaða jörð eða landspildu. Einnig skal koma fram gróffóðursuppskera af hefðbundnum nytjatúnum og leigutúnum ásamt fyrningum og upplýsingum um aðra fóðuröflun og landstærðir.

11. nóvember 2024
Hrútaskráin 2024-2025 er komin á vefinn

Hrútaskráin 2024-2025 er komin vefinn.  Útgáfan er í höndum sauðfjársæðingastöðvanna og ritstjóri er Guðmundur Jóhannesson RML.  Hægt verður að nálgast Hrútaskránna á skrifstofu Búnaðarsambands Suðurlands um miðja næstu viku. Minnum líka við á kynningarfundi sem verða haldnir um hrútakost nýrrar Hrútaskrár:

Mánudagur 18. nóvember í Þingborg kl. 20.00
Þriðjudagur 19. nóvember á Hótel Smyrlabjörgum kl. 14.00
Þriðjudagur 19. nóvember í Kirkjubæjarstofu, Kirkjubæjarklaustri kl. 20.00

Hrútaskrána má finna hér: Hrútaskrá 2024-2025

25. október 2024
Rúningsnámskeið

Fara í fréttalista

Viðburðir

Engir viðburðir á skrá.

Það eru 0 viðburðir skráðir. Sjá alla
back to top