1. fundur 2001

Fundargerð


Þann 16. janúar 2001 var haldinn stjórnarfundur í Stóra- Ármóti ehf.

Allir stjórnarmenn mættir ásamt framkvæmdastjóra.



  1. Sveinn fór yfir rekstur búsins, sem hefur gengið vel.


  2. Rætt var um breytingar sem þarf að gera á lögum um Stóra-Ármót til þess að möguleiki sé á samstarfi við aðra aðila á rannsóknar- og kennslusviði. Unnið er að því að útbúa gæðahandbók til að starfa eftir á Stóra- Ármóti.


  3. Gengið var frá skuldabréfi vegna lántöku að upphæð 1.860 þúsund kr. v / mjaltakerfis og mjaltaaðstöðu, hjá Lánasjóði landbúnaðarins og skrifaði stjórnin undir skuldabréfið f.h. Stóra- Ármóts ehf. sem lántaki.

Fleira ekki tekið fyrir. Upplesið og samþykkt og fundi slitið.


Guðmundur Stefánsson
fundarritari




1. fundur 2001

(meira…)


back to top