1. fundur 2010 – haldinn 16. febrúar

Fundinn sem haldinn var Selfossi sátu, Guðbjörg Jónsdóttir formaður, Guðni Einarsson, Ragnar Lárusson,  Egill Sigurðsson, Gunnar Eiríksson, Þórey Bjarnadóttir  og Sveinn Sigurmundsson framkvæmdastjóri.

1. Aðalfundur staður og stund. 
Samþykkt að aðalfundur 2010 verði haldinn að Kirkjubæjarklaustri miðvikudaginn 21 apríl.

2. Staða fyrirtækja BSSL og starfsemin framundan.
Sveinn fór yfir bráðabirgðauppgjör fyrirtækja Búnaðarsambandsins. Almennt er staða þeirra góð. Þá gerði Sveinn grein fyrir starfseminni framundan.

3. Átak í jarðrækt. 
Á fundinn eru mætt Pétur Halldórsson, Kristján Bjarndal og Margrét Ingjaldsdóttir.  Pétur fór yfir túnkortagerð og þá möguleika sem þau gefa ásamt forritinu jörð.is .  Rætt var um stöðu jarðræktarinnar og hvað betur mætti fara.

4. Stefnumótun í nautgriparækt.
Guðbjörg kynnti uppkast af bæklingi sem var unnin af Guðmundi Jóhannessyni varðandi stefnumótun í nautgriparækt sem unnin er í samráði Búnaðarsambands Suðurlands og Félags kúabænda á Suðurlandi.
Runólfur Sigursveinsson mætti á fundinn og fór yfir Norfor kerfið í nautgriparækt, stöðu og möguleika þess fyrir bændur.

5. Sameining leiðbeiningaþjónustu á landsvísu. 
Guðbjörg gerði grein fyrir þeirri vinnu sem fram hefur farið innan nefndar á vegum BÍ og búnaðarsambandanna.

6. Bréf frá Landgræðslu ríkisins þar sem kynnt er aldarafmæli fyrirhleðsna við Markarfljót.
Óskað er eftir að Búnaðarsambandið tilnefni fulltrúa í undirbúningsnefnd. Samþykkt var að tilnefna Ragnar Lárusson, Stóra Dal.

Fundi slitið,

Guðni Einarsson


back to top