1. fundur – haldinn 10. janúar
Stjórnarfundur BSSL 1/2014.
Á fundinn sem haldinn var í fundarsal BSSl mættu Erlendur Ingvarsson, Ragnar Lárussonar sem gengdi stöðu formanns, Jón Jónsson, Guðbjörg Jónsdóttir og Gunnar Kr. Eiríksson. Sveinn Sigurmundsson sat fundinn og ritaði fundargerð.
1. Gunnar Eiríksson gerði grein fyrir störfum nefndar sem hann á sæti í og fjallar um hlutverk og verkefni búnaðarsambanda.
2. Sveinn greindi stuttlega frá stöðu Búnaðarsambandsins sem og fyrirtækja þess um áramót. Útkoman er í samræmi við áætlanir og væntingar.
3. Fram kom að BSSL yfirtekur kúasæðingar hjá BASK um áramótin í samræmi við ályktanir aðalfunda beggja sambandanna. Formaður Búnaðarsambands Austurlands hefur með óformlegum hætti leitað eftir því hvort Búnaðarsamband Suðurlands væri til viðræðu um yfirtöku kúasæðinga á Austurlandi.
4. Ragnar Sigurðsson Litla Ármóti mætti á fundinn og fór yfir grunnteikningar og útlitsteikningar að væntanlegu fjárhúsi á Stóra Ármóti. Þær verða lagðar fyrir byggingafulltrúa og byggingaleyfis aflað. Áður hafði fengist skipulagsleyfi og í framhaldi af því er búið að taka grunn að fjárhúsinu og keyra grús í hann.
5. Sagt var frá átgetutilraun í tengslum við NORFOR kerfið sem hófst í nóvember en Baldur Indriði Sveinsson Litla- Ármóti sinnir tilraunavinnu á Stóra Ármóti í vetur.
6. Fram kom að formannafundur BSSL verður föstudaginn 17. janúar að Árhúsum Hellu. Búnaðarþingsfulltrúar eru einnig boðaðir.
7. Ákveðið var að aðalfundur Búnaðarsambandsins yrði haldinn föstudaginn 11. apríl og að þessu sinni verður hann í Árnessýslu.
8. Ragnar Lárusson kvað sér hljóðs og gat þess að Guðbjörg Jónsdóttir tæki við formennsku í stjórn Búnaðarsambandsins frá og með deginum í dag.
Fleira ekki og fundi slitið
Sveinn Sigurmundsson