2. fundur – haldinn 7. apríl 2017

Á fundinn sem haldinn var í fundarsal Búnaðarsambandsins mættu Erlendur Ingvarsson, Ragnar Lárusson Gunnar Kr. Eiríksson. formaður, Sigurjón Eyjólfsson og Helgi Eggertsson. Sveinn Sigurmundsson ritaði fundargerð, Ólafur Þórarinsson sat fundinn þegar farið var yfir ársreikningana.
1. Ársreikningar lagðir fram og skýrðir.
Rekstrartekjur fyrirtækjanna fyrir utan Stóra Ármót voru 225,8 milljónir sem er aukning frá fyrra ári úr 206,7 milljónum. Rekstrargjöld eru 225,1 milljónir og er því rekstrarhagnaður um 700 þúsund. Fjármunaliðir skila aðeins 2,1 milljónum sem er gríðar minnkun frá fyrra ári þegar þeir skiluðu 8,6 milljónum. Stóra Ármót kemur út með 105 þúsunda króna hagnað. Að teknu tilliti til tekjuskatts er hagnaður upp á 1,9 milljónir í heild. Samkvæmt efnahagsreikningi aukast eignir eða úr 281,8 milljónum í 295,5 milljónir í árslok. Veltufjármunir aukast úr 141 milljónum í 157 milljónir. Veltufé frá rekstri er 8,6 milljónir sem er það sem reksturinn skilar. Bændabókhaldið veltir 29 milljónum og er með 1,2 milljóna króna hagnað. Sauðfjársæðingastöðin veltir 14 milljónum og hagnað upp á 112 þúsund. Kynbótastöðin er með veltu upp á 127 milljónir en tap upp á 960 þúsund krónur. Búnaðarsambandið er með veltu sem nemur 78,4 milljónum og hagnað upp á 1,5 milljónir. Ef samstæðureikningurinn við Stóra Ármót er skoðaður þá er heildarveltan 280 milljónir og bókfærðar eignir 311 milljónir. Eignarleg staða Búnaðarsambandsins er sterk en fjármögnun ótrygg og spurning hvernig Búnaðarsambandið kemur út í umróti félagskerfisins.

2. Undirbúningur fyrir aðalfund.
Aðalfundurinn verður haldinn í Félagslundi FlóaFormanni og framkvæmdastjóra BÍ var boðið á fundinn að venju. Sindri hefur boðað komu sína og mun flytja ávarp. Ákveðið að boða Oddnýju Steinu Valsdóttur nýkjörin formann LS á fundinn. Þá hafa heiðursfélagar verið boðaðir og Sigurður Loftsson formaður Nautís segir frá stöðu mála við byggingu holdagripafjósins. Stjórnin leggur eftirfarandi tilögur fyrir aðalfundinn.

a. Aðalfundur Búnaðarsambands Suðurlands haldinn í Félagslundi, 11. apríl 2017, samþykkir að árgjald til Búnaðarsambands Suðurlands fyrir árið 2017 verði óbreytt kr. 3.000,- á félagsmann.
b. Tillaga frá stjórn um að Helgi Eggertsson verði fundarstjóri og Helga Sigurðardóttir fundarritari
Fram kom að ársrit Búnaðarsambandsins er alfarið unnið og gefið út af Búnaðarsambandinu og hefur Helga Sigurðardóttir veg og vanda af því. Þá var rætt um framkvæmd Búnaðarþingskosninga. Búnaðarsambandið mun heiðra og þakka þremur starfsmönnum fyrir langa og farsæla starrfsævi. Smára Tómassyni, Kristjáni Bjarndal og Þorsteini Ólafssyni. Í allsherjarnefnd verður lagt upp með að ræða tillögur þær sem kynntar voru á formannafundinum og snúa að þjónustu við aðildarfélögin og innheimtu árgjalda.

3. Tekin var fyrir fyrirspurn frá Herði Harðarsyni Laxárdal um aðkomu Búnaðarsambandsins að Nautís og fylgir svar stjórnarinnar hér eftir.
Stöðin er í eigu Nautgriparæktarmiðstöðvar Íslands ehf (NautÍs), sem aftur er í jafnri eigu Landssambands kúabænda, Bændasamtaka Íslands og Búnaðarsambands Suðurlands. Í stjórn NautÍs sitja þeir Sigurður Loftsson sem fulltrúi LK, Sveinbjörn Eyjólfsson, fulltrúi BÍ og Gunnar Kr. Eiríksson sem fulltrúi BSSL. Sigurður er formaður stjórnar.

Hlutafé er 500.000,- kr og því hver hlutur 166.667,- kr sem er þá kostnaður Búnaðarsambands Suðurlands vegna hlutafjárkaupanna.

Kvaðir félagsins koma fram í meðfylgjandi samþykktum en í búvörusamningunum er gert ráð fyrir 100 milljónum í stofnkostnað við að koma upp einangrunarstöðinni. Þá hafa fengist 6,4 milljónir úr þróunarsjóði nautgriparæktar til kaupa á fósturvísunum með von um meira framlag síðar.

Sveinn Sigurmundsson


back to top