2. fundur – haldinn 7. mars

 Stjórnarfundur BSSL 2/2014.

Á fundinn sem haldinn var í fundarsal BSSl mættu Erlendur Ingvarsson, Ragnar Lárusson, Jón Jónsson, Guðbjörg Jónsdóttir formaður og Gunnar Kr. Eiríksson. Sveinn Sigurmundsson sat fundinn og ritaði fundargerð.

1. Búnaðarþingsfulltrúarnir Guðbjörg Jónsdóttir og Gunnar Kr Eiríksson og Sveinn Sigurmundsson sem starfaði með framleiðslu og markaðsnefnd ræddu helstu niðurstöður nýliðins Búnaðarþings. Miklar breytingar verða á næstu árum í félags- og stoðkerfi bænda vegna væntanlegrar endurskoðunar á búnaðargjaldi. Boðað er að í haust fari fram á vegum atvinnu- og nýsköpunarráðuneytisins vinna við frumvarp til lagabreytingar á innheimtu búnargjalds sem muni lækka og verði ekki notað til að standa undir félagslegri starfsemi.

2. Sveinn fór yfir stöðu og starfsemi Búnaðarsambandsins. Starfsemi BSSl í Austur-Skaftafellssýslu mun taka breytingum. Verkefni fyrir starfsmann í fullu starfi eru ekki til staðar eftir að forðagæslustörfin fluttust yfir til MAST og RML yfirtók alla ráðgjafastarfsemi. Ákveðið var gefa út ársskýrslu fyrir aðalfundinn sem verður að Flúðum 11. apríl.

3. Staða Kynbótastöðvarinnar er góð og ekki ástæða til hækkunar sæðingagjalda að svo stöddu. Sveinn greindi frá helstu tölum við kostnaðargreiningu starfseminnar. Kostnaður á ekinn km með afskriftum er rétt rúmlega 36 kr og hefur lækkað um nærri 7 kr á km. Akstur á sæðingu er 17,5 km og hefur aðeins lækkað. Kostnaður á sæðingu er 4690 kr. Fram kom að Sveinn fór á fund hjá félagsráði FKS um daginn til að ræða væntanlega yfirtöku á sæðingum á Austurlandi.

4. Átgetutilraunin á Stóra Ármóti hefur gengið eftir áætlun en efnainnihald mjólkurinnar hefur hrapað um leið og farið var að gefa fóðrið aðskilið. Þá liggur fyrir að mjólkurmælarnir eru að vanmeta mjólkurmagnið og því mun meira magn eftir árskú lagt inn í mjólkurbú en á mjólkurskýrslum. Undirbúningsvinna við fjárhúsið er á áætlun og ættu framkvæmdir að geta hafist fljótlega

Fleira ekki og fundi slitið
Sveinn Sigurmundsson

 


back to top