25 millj. króna varið til nýliðunar í stétt mjólkurframleiðenda

Landbúnaðarráðherra hefur gefið út reglugerð um ráðstöfun 87,6 millj. kr. af óframleiðslutengdum og/eða minna markaðstruflandi stuðningi sem tilgreindur er í reglugerð nr. 1278/2011 um greiðslumark mjólkur á lögbýlum og greiðslur til bænda verðlagsárið 2012. Heildarfjárhæð þessa stuðnings er 178,0 millj. kr. Þar af er 90,4 millj. kr. varið varið til gras- og grænfóðurræktar skv. reglum sem Bændasamtök Íslands setja. Eftirstandandi 87,6 millj. kr. skal samkvæmt nýju reglugerðinni varið til einstakra verkefna samkvæmt eftifarandi:

a) Kynbótaverkefni: 50,4 milljónir króna.
b) Til nýliðunar í stétt mjólkurframleiðanda: 25,0 milljónir króna.
c) Þróunarfé til rannsókna- og/eða þróunarverkefna í nautgriparækt: 12,2 milljónir króna.


Sjá nánar:
Reglugerð um (1.) breytingu á reglugerð nr. 1278/2011 um greiðslumark mjólkur á lögbýlum og greiðslur til bænda verðlagsárið 2012


back to top