3. fundur 2000
Þann 25. apríl 2000 kom saman stjórn Búnaðarsambands Suðurlands í húsi þess.
Mættir voru: Valur Oddsteinsson, Þorfinnur Þórarinsson, Guðmundur Stefánsson, Eggert Pálsson, Egill Sigurðsson og Sveinn Sigurmundsson framkvæmdastjóri.
Aldursforseti Valur Oddsteinsson setti fund og bauð velkominn nýkjörinn stjórnarmann, Egil Sigurðsson.
- Þá fór fram verkaskipting stjórnar. Formaður var kjörinn Þorfinnur Þórarinsson. Varaformaður var kjörinn Eggert Pálsson og ritari Guðmundur Stefánsson.
- Farið yfir tillögur frá aðalfundi.
- Tillaga um að loðdýrarækt falli undir reglur búnaðarlaga verði send Bændasamtökum Íslands og Landbúnaðarráðherra.
- Tillaga um salmonellusmit á Suðurlandi verður send landbúnaðarráðherra, Yfirdýralækni, Heilbrigðisnefnd Suðurlands, Héraðsdýralækni, sveitarstjórnum og héraðsnefndum á Suðurlandi.
- Tillaga um að Tölvudeild B.Í. verði flutt að Hellu verður send Bændasamtökum Íslands, Atvinnuþróunarsjóði Suðurlands, Héraðsnefnd Rangæinga og Kaupfélagi Árnesinga.
- Tillag um að Rannsóknarstofa mjólkuriðnaðarins verði flutt á Suðurland verður send MBF, MS, SAM og Atvinnuþróunarsjóði Suðurlands.
- Tillaga un að Vegsvæðanefnd ljúki störfum sem fyrst send til formanns Vegsvæðanefndar og samgönguráðherra.
- Tillaga um undirgöng fyrir búfé undir vegi vísað til samgönguráðherra, Vegagerðarinnar á Suðurlandi og SASS.
- Afgreiðslu tillögu um félagslega uppbyggingu BSSL var frestað fram í ágúst.
- Afgreiðslu tillögu um stjórnarkosningaaðferðir í Búnaðarsambandinu einnig frestað fram í ágúst.
- Tillaga um framgöngu ríkisvaldsins varðandi mörk eignarlanda og þjóðlenda í Árnessýslu verður sent fjármálaráðherra.
- Tillaga um að loðdýrarækt falli undir reglur búnaðarlaga verði send Bændasamtökum Íslands og Landbúnaðarráðherra.
- Rætt um viðræður við Landbúnaðarháskólann á Hvanneyri og Bútæknideild RALA um nánara samstarf.
- Rætt var um að Búnaðarsambandið gefi út sérstakt Fréttabréf tileinkað Búnaðarþingskosningum þar sem framboðslistunum yrði gefin kostur á allt að einni opnu til þess að kynna sig og stefnumál sín. Samþykkt að stefna að slíkri útgáfu. Eggert og Egill sátu hjá við afgreiðslu málsins.
Guðmundur Stefánsson
fundarritari