3. fundur 2000

Fundargerð


Þann 25. apríl 2000 kom saman stjórn Búnaðarsambands Suðurlands í húsi þess.
Mættir voru: Valur Oddsteinsson, Þorfinnur Þórarinsson, Guðmundur Stefánsson, Eggert Pálsson, Egill Sigurðsson og Sveinn Sigurmundsson framkvæmdastjóri.

Aldursforseti Valur Oddsteinsson setti fund og bauð velkominn nýkjörinn stjórnarmann, Egil Sigurðsson.



  1. Þá fór fram verkaskipting stjórnar. Formaður var kjörinn Þorfinnur Þórarinsson. Varaformaður var kjörinn Eggert Pálsson og ritari Guðmundur Stefánsson.
  2. Farið yfir tillögur frá aðalfundi.

    1. Tillaga um að loðdýrarækt falli undir reglur búnaðarlaga verði send Bændasamtökum Íslands og Landbúnaðarráðherra.
    2. Tillaga um salmonellusmit á Suðurlandi verður send landbúnaðarráðherra, Yfirdýralækni, Heilbrigðisnefnd Suðurlands, Héraðsdýralækni, sveitarstjórnum og héraðsnefndum á Suðurlandi.
    3. Tillaga um að Tölvudeild B.Í. verði flutt að Hellu verður send Bændasamtökum Íslands, Atvinnuþróunarsjóði Suðurlands, Héraðsnefnd Rangæinga og Kaupfélagi Árnesinga.
    4. Tillag um að Rannsóknarstofa mjólkuriðnaðarins verði flutt á Suðurland verður send MBF, MS, SAM og Atvinnuþróunarsjóði Suðurlands.
    5. Tillaga un að Vegsvæðanefnd ljúki störfum sem fyrst send til formanns Vegsvæðanefndar og samgönguráðherra.
    6. Tillaga um undirgöng fyrir búfé undir vegi vísað til samgönguráðherra, Vegagerðarinnar á Suðurlandi og SASS.
    7. Afgreiðslu tillögu um félagslega uppbyggingu BSSL var frestað fram í ágúst.
    8. Afgreiðslu tillögu um stjórnarkosningaaðferðir í Búnaðarsambandinu einnig frestað fram í ágúst.
    9. Tillaga um framgöngu ríkisvaldsins varðandi mörk eignarlanda og þjóðlenda í Árnessýslu verður sent fjármálaráðherra.


  3. Rætt um viðræður við Landbúnaðarháskólann á Hvanneyri og Bútæknideild RALA um nánara samstarf.
  4. Rætt var um að Búnaðarsambandið gefi út sérstakt Fréttabréf tileinkað Búnaðarþingskosningum þar sem framboðslistunum yrði gefin kostur á allt að einni opnu til þess að kynna sig og stefnumál sín. Samþykkt að stefna að slíkri útgáfu. Eggert og Egill sátu hjá við afgreiðslu málsins.

Fundargerðin upplesin og samþykkt.

Guðmundur Stefánsson
fundarritari


back to top