3. fundur 2003
Stjórnarfundur Búnaðarsamband Suðurlands 8. maí 2003
Mættir voru stjórnarmennirnir Eggert Pálsson, Egill Sigurðsson, Guðmundur Stefánsson, Guðni Einarsson og Þorfinnur Þórarinsson og Sveinn Sigurmundsson framkvæmdastjóri.
- Stjórnin skipti með sér verkum. Endurkjörnir voru: Þorfinnur Þórarinsson formaður, Eggert Pálsson varaformaður, Guðmundur Stefánsson ritari, Egill Sigurðsson og Guðni Einarsson meðstjórnendur.
- Meðferð tillagna frá aðalfundi.
Tillaga um áburðarrannsóknir send Rala og tilraunaráði þess, tilraunanefnd Stóra-Ármóts og LBH á Hvanneyri.
Tillaga um að ljúka enduruppbyggingu sveitavega send Samgönguráðuneyti, Vegamálastjóra, Vegagerðinni á Suðurlandi og SASS.
Tillaga um hröðun nýs búvörusamnings um mjólkurframleiðslu send Landbúnaðarráðuneyti og Fjármálaráðuneyti.
Tillaga um eldi sláturlamba var falin Sveini Sigurmundssyni til athugunar.
Tillaga um úthlutun á byggðatengdum ærgildum send Landbúnaðarráðherra og ráðherra byggðamála.
Tillaga um veggirðingar, ristarhlið og undirgöng send sömu aðilum og tillaga um sveitavegi
Tillaga um markaðsumhverfi kjötframleiðslunnar send Lánasjóði landbúnaðarins.
Skv. tillögu um endurskoðun ábúðarlaga og jarðalaga voru eftirtaldir skipaðir í nefnd til að fara yfir lagafrumvörpin: Guðmundur Stefánsson, Egill Sigurðsson og Eggert Pálsson.
- Farið var yfir þá lagabreytingu sem gerð var á aðalfundinum, en eftir þær eiga þeir félagsmenn sem eru í fleiri en einu aðalfélagi að velja sér aðalfélag sem ber ábyrgð á aðild þeirra og árgjaldi til Búnaðarsambandsins.
- Farið var yfir framkvæmd aðalfundarins og umræður á honum.
- Samþykkt að Búnaðarsambandið standi að fundi um kjötmál með Atvinnuþróunarsjóði Suðurlands.
- Aðalfundur Stóra-Ármóts. Sjá fundargerð.
- Starfsmannahald. Í athugun er að ráða nýjan starfsmann í rekstrarráðgjöf og færa þá til starfskraft í fagleiðbeiningar. Rætt var um starfsemi forðagæslunnar og um einstaklingsmerkingar búfjár og hvort Búnaðarsambandið komi eitthvað því, t.d. með því að panta áprentaðar seríur af merkjum fyrir bændur.
- Önnur mál. Egill spurði hvernig staðan væri í sambandi við kjaraviðræður við ráðunauta. Þorfinnur svaraði því.
Fleira ekki gert, fundargerð upplesin, samþykkt og fundi slitið.
Guðmundur Stefánsson, fundarritari