3. fundur 2005

Stjórnarfundur hjá Búnaðarsambandi Suðurlands, haldinn 11. apríl 2005 á skrifstofu Búnaðarsambandsins á Selfossi og hófst hann kl, 10 f.h. Mættir voru stjórnarmennirnir Þorfinnur Þórarinsson, Eggert Pálsson, Guðni Einarsson, Guðmundur Stefánsson og Egill Sigurðsson og Sveinn Sigurmundsson framkvæmdastjóri.

Ársreikningur 2004. Undir þessum lið sátu fundinn Arnór Eggertsson, löggiltur endurskoðandi, Ólafur Þórarinsson, bókhaldari, Vilhjálmur Eiríksson og Elvar Eyvindsson skoðunarmenn. Arnór fór yfir reikningana og skýrði þá ásamt Sveini og Ólafi. Veltuaukning var hjá ráðunautaþjónustu og hjá sauðfjársæðingastöð, en svipuð hjá öðrum deildum. Nokkrar umræður urðu um reikningana, en rekstur sl.árs gekk nokkuð vel. Lækkun skuldar Stóra-Ármóts við Búnaðarsambandið var ákveðin 3600 þús. Reikningarnir voru síðan undirritaðir af skoðunarmönnum og stjórn og verða þannig lagðir fram á aðalfundi.


Umræður urðu síðan um framtíðarrekstur Bssl. í bráð og lengd og þær breytingar sem mæta þarf í náinni framtíð. Menn voru sammála um að huga þurfi að einstaklingsráðgjöf á vettvangi eins og tíðkað er í nágrannalöndum þar sem ráðunautar fara út á akrana og segja fyrir um viðbrögð við því sem betur má fara.


Fram kom að óskað hefur verið eftir að Búnaðarsambandið sjái um hrossasýningar á höfuðborgarsvæðinu.


Rætt um fyrirkomulag aðalfundarins. Ákveðið að leggja fram tillögu í tilefni af frumvarpi um skerðingu á tekjum fiskræktarsjóðs og um föst formleg tengsl við endurmenntun LBHÍ og um bættan aðbúnað skv.reglugerð í uppeldisstöð nautkálfa og nauðsyn þess að hafa nautastofninn og sæðisbirgðir á tveim aðskildum stöðum í öryggisskyni gagnvart sjúkdómum, eldsvoða og annari hugsanlegri vá.


Þorfinnur sagði frá ferð formanna búnaðarsambandanna til Noregs og Danmerkur.
Einnig skýrði hann frá stöðu í kjarasamningaviðræðum við ráðunauta.

Fleira ekki gert, fundargerð upplesin, samþykkt og fundi slitið.







Fundargerð



Stjórnarfundur hjá Stóra-Ármóti ehf, haldinn 11. apríl 2005 á skrifstofu Búnaðarsambandsins á Selfossi. Mættir voru stjórnarmennirnir Þorfinnur Þórarinsson, Eggert Pálsson, Guðni Einarsson, Guðmundur Stefánsson, Egill Sigurðsson og Sveinn Sigurmundsson framkvæmdastjóri.



Kynning á ársreikningi 2004 . Undir þessum lið sátu fundinn Arnór Eggertsson, löggiltur endurskoðandi, Ólafur Þórarinsson, bókhaldari, Vilhjálmur Eiríksson og Elvar Eyvindsson skoðunarmenn BsSl.. Arnór fór yfir reikningana og skýrði þá ásamt Sveini og Ólafi. Reikningarnir voru síðan undirritaðir af skoðunarmönnum og stjórn og vísað til aðalfundar.
Fleira ekki gert, fundargerð upplesin og samþykkt fundi slitið.


back to top