3. fundur – haldinn 8. apríl
Stjórnarfundur haldinn 8. apríl. 2015.
Á fundinn sem haldinn var í fundarsal BSSl mættu Erlendur Ingvarsson, Ragnar Lárusson formaður, Jón Jónsson, Baldur I Sveinsson og Gunnar Kr. Eiríksson. Sveinn Sigurmundsson sat fundinn og ritaði fundargerð. Ólafur Þór Þórarinsson og Jón Rafnar Þórðarson sátu fundinn þegar farið var yfir reikninga sambandsins.
1. Rekstrartekjur fyrirtækjanna fyrir utan Stóra Ármót er 195,5 milljónir sem er aukning frá fyrra ári úr 189,4 milljónum. Rekstrargjöld eru 199,2 milljónir og er því rekstrartap 3,7 milljónir. Fjármagnsliðir skila 3,3 milljónum og dótturfélagið eða Stóra Ármót kemur út með 16,3 milljón króna hagnað mest vegna sölu á íbúðarhúsi. Tekjuskattur er 128 þúsund. Lokaniðurstaðan er því hagnaður upp á 16,1 milljón en fyrir utan dótturfélagið er tap upp á 374 þúsund sem þýðir að reksturinn er nærri í jafnvægi. Samkvæmt efnahagsreikningi eru heildareignir 279,4 milljónir króna en eigið fé í árslok var 249.5 milljónir og hækkaði á árinu um 16,8 milljónir. Veltufjármunir eru 141 milljónir í árslok. Veltufé frá rekstri er 1,7 milljón á móti 9,3 milljónum sem reksturinn gaf af sér í fyrra. Bændabókhaldið veltir 25 milljónum og þar er 100 þúsund króna tap. Tekjur Sauðfjársæðingastöðvarinnar er rúmar 12,6 milljónir og tap upp á 431 þúsund. Kynbótastöðin veltir nærri 100 milljónum og er réttum megin við núllið sem nemur 119 þúsundum. Búnaðarsambandið er með rekstrargjöld upp á 74,7 milljónir og rekstrartap upp á 1,9 milljónir en að teknu tillliti til fjármagnsliða og dótturfélags er hagnaðurinn 16,5 milljónir. Rekstrartekjur á Stóra Ármóti voru upp á 50,3 milljónir en að viðbættum söluhagnaðí á íbúðarhúsi sem nam 17,6 milljónum eru þær 67,9 milljónir. Rekstrargjöld eru 49,4 milljónir og hagnaður því 16,3 milljónir þegar búið er að taka tillit til skatta og fjármagnsliða. Ef samstæðureikningurinn við Stóra Ármót er skoðaður þá er heildarveltan 263 milljónir og bókfærðar eignir 295 milljónir. Að lokinni yfirferð voru reikningarnir undirritaðir af stjórn og framkvæmdastjóra.
2. Aðalfundurinn verður 16. apríl að Smáratúni í Fljótshlíð. Sigurður Eyþórsson nýráðinn framkvæmdastjóri mætir á fundinn. Lagabreyting verður lögð fram þar sem lög Búnaðarsambandsins eru aðlöguð að samþykktum Bændasamtakanna og reglur um kosningar til Búnaðarþings felldar inn. Þá verður kosið til Búnaðarþings til næstu tveggja ára verði lögin samþykkt. Stjórnin leggur fyrir fundinn að árgjald verði kr 2000,- á félaga og að greiðsla fyrir akstur stjórnarmanna lækki úr ríkistaxta í kr 80 á km
3. Undir liðnum önnur mál var lakari rekstrarafkoma Stóra Ármóts til umræðu. Kostnaður vegna kaupa á kjarnfóðri hafði aukist um nærri helming meðan efnainnihald lækkaði aðeins. Lakari kornrækt árið 2013, átgetutilraun með mikilli kjarnfóðurgjöf fyrstu fjóra mánuði ársins, erfið tíð til útbeitar og meiri mjólkurframleiðsla skýrir hluta af auknum útgjöldum vegna kjarnfóðurs en niðurstaðan er skýr. Það var mun dýrara að framleiða mjólk árið 2014 heldur en 2013 á Stóra Ármóti.
Fleira ekki og fundi slitið.
Sveinn Sigurmundsson