4. fundur 2001

Fundargerð



Stjórnarfundur 10. maí 2001



Þann 10. maí var haldinn stjórnarfundur Búnaðarsambands Suðurlands í húsi þess.

Mættir voru stjórnarmennirnir Þorfinnur Þórarinsson, Guðni Einarsson, Egill Sigurðsson, Eggert Pálsson og Guðmundur Stefánsson. 



  1. Verkaskipting stjórnar: Þorfinnur Þórarinsson var endurkjörinn formaður, Eggert Pálsson endurkjörinn varaformaður og Guðmundur Stefánsson ritari. 

  2. Farið yfir störf og gang aðalfundar. Nokkuð var rætt um þjónustugjöld annars vegar og innheimtu búnaðargjalds hins vegar.
    Afgreiðsla tillagna frá aðalfundi:


    1. Tillaga um notkun kjötmjöls til uppgræðslu. Framkvæmdastjóra falið að leita upplýsinga hjá yfirdýralækni og landgræðslustjóra um málið.
    2. Tillaga um nautakjötsmarkaðinn verði send SS, Goða og LK.
    3. Tillaga um reglugerð um dýralyf verði send yfirdýralækni, landbúnaðarráðherra og heilbrigðisráðherra.
    4. Varðandi tillögu um félagslega uppbyggingu Búnaðarsambands Suðurlands þá er skipun nýrrar nefndar í málið frestað til hausts en hins vegar er ekki ástæða til að bíða með að breyta því hvernig haldið utan um félagaskrána. 

  3. Rætt um tengsl við fjölmiðla.

  4. Samþykkt að styrkja Héraðskjalasafn Árnesinga um kr. 30 000 kr. vegna kaupa á gömlum kortum sem ná yfir svæðið frá Krísuvík í vestri að Reynisfjalli í austri.

  5. Sveinn fór yfir starfsemina. Hrossadómar verða í lok maí og byrjun júní. Kvíguskoðun hefur verið í gangi. Vegna aukinnar eftirspurnar eftir aðstoð við skattframtöl og VSK-uppgjör er þörf á að ráða í það sérstakan mann sem kostaður yrði af þjónustugjöldunum. Ákveðið að stefna að því að hafa skörp skil milli ráðgjafaþjónustu og bókhaldsaðstoðar og stofna sér deild um bókhaldsþjónustuna. 

  6. Egill spurðist fyrir um samstarfið við Atvinnuþróunarsjóð. Fram kom að það er ekki farið af stað.
Fundargerð upplesin og samþykkt.

Guðmundur Stefánsson,
fundarritari.


back to top