4. fundur 2002
Stjórnarfundur Búnaðarsambands Suðurlands.
haldinn í fundarsal Búnaðarsambandsins 7. maí 2002
Allir stjórnarmenn mættir ásamt framkvæmdastjóra.
- Verkaskipting stjórnar var samþykkt óbreytt: Þorfinnur Þórarinsson, formaður, Eggert Pálsson, varaformaður, Guðmundur Stefánsson, ritari, Egill Sigurðsson, meðstjórnandi, Guðni Einarsson, meðstjórnandi
- Frágangur á stofnun einkahlutafélagsins Stóra-Ármóts ehf. Lagðar voru fram tillögur frá Arnóri Eggertssyni endurskoðanda og Ólafi Þór Þórarinssyni um mögulega hlutafjárupphæð og fleira því tengt. Samþykkt var að hlutafé verði að nafnverði 10% af matsverði.
- Sveinn Sigurmundsson kynnti drög af viljayfirlýsingu um samstarf um tilraunasstarf á Stóra-Ármóti milli Búnaðarsambands Suðurlands, Rannsóknarstofnunar landbúnaðarins og Landbúnaðarháskólans á Hvanneyri. Talið var að vantaði ákveðnari markmið og endurskoðunarákvæði í drögin. Formanni og framkvæmdastjóra falið að ganga frá viljayfirlýsingunni með fyrirvara um samþykki stjórnar.
- Farið yfir störf aðalfundarins. Um tillögur frá aðalfundi var eftirfarandi ákveðið:
- Í framhaldi af tillögu um jarðtengingar í gripahúsum var ákveðið að vekja athygli bænda á þeirri hættu sem fylgt getur ólagi á jarðtengingum. Haft verði samband við löggildingastofu um þessi mál.
- Varðandi tillögu um brunavarnir var ákveðið að efla kynningu á eldvörnum.
- Ákveðið var að laganefndin starfi áfram og óski umsagnar um lagabreytingatillögur frá aðildarfélögunum fyrir næsta aðalfund.
- Rætt var um breytinguna á húsnæðinu og væntanlegt nýtt símkerfi og nýtt símanúmer. Á fundinn komu Björn Bj. Jónsson og Böðvar Guðmundsson.
- Í framhaldi af tillögu um jarðtengingar í gripahúsum var ákveðið að vekja athygli bænda á þeirri hættu sem fylgt getur ólagi á jarðtengingum. Haft verði samband við löggildingastofu um þessi mál.
- Starfsemin: Mikill og vaxandi tími fer í hrossasýningar. Kúaskoðun er einnig í gangi og námskeið í notkun tölva og tölvuforrita.
- Bréf frá Búnaðarfélagi A-Landeyja þar sem talið er að kúaskýrsluhaldarar skuli hafa forgang að sæði úr bestu nautunum. Stjórnin telur rétt að skoða málið en þetta fyrirkomulag erfitt í framkvæmd og bendir á að þeim kúabændum fækkar með ári hverju sem ekki halda skýrslur.
- Önnur mál:
- Rætt var um fyrirkomulag stjórnarfunda.
- Egill lagði til að skoðuð yrði afkomuþróun kúabúa sem keypt hafa mikinn mjólkurkvóta og tekið var undir það. Sveini falið að skoða málið fyrir næsta stjórnarfund.
- Rætt var um fyrirkomulag stjórnarfunda.
Fleira ekki gert, fundargerð upplesin og samþykkt.
Guðmundur Stefánsson,
fundarritari.