4. fundur 2003

Stjórnarfundur 10. júní 2003


Þann 10. júní  2003 var haldinn stjórnarfundur BSSL í húsi þess á Selfossi.
Mættir stjórnarmennirnir Þorfinnur Þórarinsson, Eggert Pálsson, Egill Sigurðsson, Guðmundur Stefánsson, Guðni Einarsson og Sveinn Sigurmundsson, framkvstj. Einnig sátu fundinn í upphafi Grétar H. Harðarson, tilraunastjóri, Sigurður Loftsson, form. FKS og Magnús B. Jónsson, rektor LBH


  1. Frá LBH á Hvanneyri. Magnús kynnti starf Landbúnaðarháskólans á Hvanneyri og þær námsbrautir sem þar er boðið uppá. Þá skýrði hann frá samstarfi LBH við hinar ýmsu stofnanir landbúnaðarins. Fram kom í umræðum að það starfsfólk sem menntast hefur á Hvanneyri hefur reynst vel hjá Búnaðarsambandinu. Umræðurnar spunnust einnig um samstarf um tilraunir og vettvang þeirra og fjármögnun og einnig um viðhorf  námsfólks á Hvanneyri til framtíðar landbúnaðarins. Magnús fór síðan af fundi.
  2. Málefni Stóra-Ármóts. Þorfinnur taldi nauðsynlegt að vinna að stefnumörkun fyrir tilraunabúið. Grétar taldi nauðsynlegt að stefna að prófun heilfóðrunar fyrir mjólkurkýr og kynnti tæki til þess sem hann hafði séð. Eftir umræður var ákveðið að tilnefna Grétar H.Harðarson, Runólf Sigursveinsson og Jóhannn Nikulásson til  þess að skoða þessi mál og skila áliti í haust. Sigurður Loftsson og Grétar H. Harðarson fóru þá af fundi.
  3. Erfðabreytt bygg. Á fundinn kom Júlíus Kristinsson verkefnisstjóri frá líftæknifélaginu ORF sagði frá þróun á erfðabreyttu byggi til lyfjaframleiðlu.
  4. Ýmislegt frá starfseminni. Ákveðið að gefa framkvæmdastjóra heimild til að loka skrifstofu BSSL í t.d. í 2 vikur í sumarleyfum í júlí. Þá skýrði hann frá ráðningu Valdimars Bjarnasonar, viðskiptafræðings, til að sinna rekstrargreiningum. Þá skýrði hann frá fundi í Fagráði í hagfræði þar sem lagðar voru til nýjar reglur um framlög út á rekstrargreiningar. Fram kom að fulltrúi landgræðslunnar telur að enginn afréttur á Suðurlandi fái sjálfkrafa vottun vegna gæðastýringar í sauðfjárrækt, heldur verður að skoða hvern afrétt um sig. Framlengingarsamningur hefur verið gerður við LBH um 30% starf hjá BSSL til áramóta til að þróa endurmenntunarnámskeið í nautgriparækt.
  5. Kjarasamningur við héraðsráðunauta. Kynntur var nýr kjarasamningar við héraðsráðunauta. Stjórnin samþykkti samninginn.
  6. Aðsend bréf. Kynnt var bréf frá Lifandi landbúnaði.
  7. Önnur mál. Egill spurði um uppsöfnuð framlög til rekstrartengdrar ráðgjafar. Sveinn ætlar að kanna það. Eggert ræddi um árangur í sauðfjársæðingum.

    Fleira ekki gert, fundargerð upplesin og samþykkt.

    Guðmundur Stefánsson,
    fundarritari


back to top