4. fundur 2008 – haldinn 10. júní

Stjórnarfundur haldinn að Stóra-Ármóti 10. júní.2008.

Fundinn sátu, Guðbjörg Jónsdóttir formaður, Guðni Einarsson, Ragnar Lárusson, Egill Sigurðsson, Gunnar Eiríksson, Sveinn Sigurmundsson framkvæmdastjóri,  Ágúst Sigurðsson rektor Landbúnaðarháskólans, Grétar Hrafn Harðarson tilraunastjóri, Sigurður Steinþórsson formaður Stóra- Ármótsnefndar, Höskuldur Gunnarsson og Hilda Pálmadóttir bústjórar.

1. Stóra-Ármót.
a) Skipað í stjórn Stóra-Ármóts af hálfu stjórnar Bssl. Guðbjörg Jónsdóttir.

b) Tilraunir og tilraunastarf.  Grétar Hrafn fór yfir tilraunastafið á Stóra- Ármóti og samstarf tilraunastöðva LBHÍ.  Einnig fór Grétar Hrafn yfir búreksturinn og hvaða tilraunir eru á döfinni.

c) Fjármál og framkvæmdir.
Sveinn fór yfir rekstur Stóra- Ármóts á síðasta ári og fór yfir þær framkvæmdir sem áætlaðar og framkvæmdar hafa verið.

d) Framtíðin.
Sveinn gerði grein fyri mikilvægi þess að hafa gott samstarf við LBHÍ. 
Hugmyndir eru uppi um að auka mjólkurframleiðsluna í 300 þúsund lítra og byggja uppeldisaðstöðu fyrir kvígur á árinu 2009-2010. 

Sigurður Steinþórsson lagði áherslu á að halda merki staðarins á lofti með kröftugum hætti. Ágúst Sigurðsson lýsti yfir ánæju sinni með samstarf við Stóra-Ármót  og vonaðist eftir áframhaldandi samstarfi.

Töluverðar umræður urðu um sauðféð á staðnum.  Ákveðið var að rífa gömlu fjárhúsin og gera átak í að taka til og fegra umhverfi.


2. Ritun sögu Búnaðarsambands Suðurlands.
Sveinn gerði grein fyrir stöðu mála .  Stefnt að því að bókin verði komin út fyrir Landbúnaðarsýningu.  Samþykkt að gefa bókin út í 1.200 eint. og selja hana á kr. 3.000,- til félagsmanna og á Landbúnaðarsýningunni en á kr. 5.000,- í almennri sölu.


3. Afmælisdagurinn 6. júlí 2008. 
Engar ákvarðanir teknar varðandi daginn.

4. Landbúnaðarsýning. 
Jóhannes Hr. Símonarson mætti á fundinn og fór yfir stöðu mála varðandi sýninguna.

5. Starfsemi Bssl. og fjárhagsstaða.
Sveinn kynti hugmyndir frá Auðhumlu ehf. um stofnana- og fræðslusetur.  Þá greindi hann frá ferð sinni um Skaftafellssýslur sem hann fór í og skoðaði kvígur.

Guðni Einarsson,
fundarritari


back to top