4. fundur 2010 – haldinn 13. ágúst
Fundinn sem haldinn var Selfossi sátu; Guðbjörg Jónsdóttir formaður, Guðni Einarsson, Ragnar Lárusson, Egill Sigurðsson, Gunnar Eiríksson, Þórey Bjarnadóttir og Sveinn Sigurmundsson framkvæmdastjóri.
1. Aðalfundur 2010. Þar sem aðalfundinum var frestað í vor vegna eldgossins í Eyjafjallajökli var samþykkt að halda hann þriðjudaginn 31. ágúst að Kirkjubæjarklaustri.
2. Eldgosið í Eyjafjallajökli.
Á fundinn mættu Runólfur Sigursveinsson og Grétar Hrafn Harðarsson.
Sveinn fór almennt yfir það starf sem unnið var að hálfu Búnaðarsambandsins á meðan á gosinu stóð og fyrstu vikurnar á eftir.
Flutningur á búfé. Fluttar voru 1.570 ær með lömbum af gossvæðinu austur í Skaftárhrepp . Einnig voru flutt hross úr Mýrdal. Búnaðarsambandið sá um og skipulagði þessa flutninga og lagði út fyrir kostnaði í byrjun.
Heymiðlun. Komið var á fót heybanka þar sem skipulögð var miðlun á heyi. Fluttar verða ca. 4.000 rúllur inn á gossvæðið með stuðningi Bjargráðasjóðs.
Sýnatökur. Búnaðarsambandið kom að sýnatökum varðandi flúor á meðan á gosinu stóð og fyrst á eftir.
Rætt var um tjónabætur Bjargráðasjóðs, breytingar á búvörulögum og afleysingaþjónustu tengdu gosinu.
Grétar Hrafn fór yfir þær athuganir sem fram hafa farið á Stóra Ármóti varðandi lystugleika á heyi af gossvæðinu. Við fyrstu athugun reyndist hann vera lakari.
3. Hauststörfin og starfsemin framundan.
Sveinn fór yfir það sem framundan er í starfsemi Búnaðarsambandsins.
4. Starfsmannahald.
Ólöf Karlsdóttir hefur látið af störfum vegna aldurs eftir áratugastarf hjá Búnaðarsambandinu. Stjórn BSSL færir henni bestu þakkir fyrir langt og farsælt starf. Brynja Marvinsdóttir hefur verið ráðin í hennar stað og er hún boðin velkomin til starfa. Þá mun Eggert Þórarinsson láta af störfum hjá BSSL í október.
5. Tilnefning í gróðurverndarnefnd Vestur- Skaftafellssýslu.
Samþykkt var að tilnefna Jón Jónsson Prestbakka, Jóhannes Gissurason Herjólfsstöðum og Tómas Pálsson Litlu-Heiði.
6. Ósk Mýrdalshrepps um að BSSL taki að sér búfjáreftirlit. Erindið samþykkt.
7. Beiðni um upplýsingar vegna endurskoðunar á búnaðargjaldi. Sveini falið að svara erindinu.
Fundi slitið,
Guðni Einarsson