4. fundur 2011 – haldinn 21. júní

Stjórnarfundur BSSL 4/2011

Fundinn sem haldinn var á Selfossi sátu Guðbjörg Jónsdóttir, Jón Jónsson, Ragnar Lárusson, Egill Sigurðsson, Gunnar Eiríksson og Sveinn Sigurmundsson.

1. Farið var yfir tillögur frá aðalfundinum og þeim vísað til þeirra stofnana sem þeim var beint til.

2. Eldgosið í Eyjafjallajökli. Sveinn gerði grein fyrir þeirri vinnu og kostnaði sem fór í eldgosið í Eyjafjallajökli. Heildarkostnaður var 15 milljónir og vinnustundir rúm 2 ársverk. Sótt var um 6 milljón króna styrk í Bjargráðasjóð upp í þann kostnað og fékkst sú upphæð.

3. Eldgosið í Grímsvötnum. Farið var yfir aðkomu Búnaðarsambandsins að því máli en Grétar Már, Runólfur og Kristján hafa verið þar á vettvangi við skoðun, ráðgjöf og mat á tjóni. Þá hélt Búnaðarsambandið fræðslufund um afleiðingar og helstu viðbrögð út af eldgosinu með þátttöku BÍ, MAST, LbhÍ og Landgræðslunnar. Fjölmenni var á fundinum, nærri 70 manns.

4. Kynbótasýningar. Mikilli vinnutörn við kynbótasýningar þetta vorið er lokið. Búnaðarsambandið sá um sýningar í Hafnarfirði, Víðidal, Selfossi og Hellu. Alls voru 951 hross dæmt. Á Hellu og í Hafnarfirði voru 2 dómnefndir að störfum.

5. Starfsemin framundan. Sumarfrí eru framundan og verður sumarlokun frá 11. júlí og til 27. júlí. Stefnt er að átaki í fóðurleiðbeiningum hjá kúabændum eftir norræna kerfinu Nor For í haust. Hrafnhildur Baldursdóttir sem hefur lokið meistaraprófi í fóðurfræði frá Ási í Noregi mun sjá um það verkefni.

Fleira var ekki tekið fyrir og fundi slitið.
Sveinn Sigurmundsson


back to top