5. fundur 2001
Þann 8.júní 2001 var haldinn stjórnarfundur Búnaðarsambands Suðurlands að Stóra-Ármóti.
Allir stjórnarmenn mættir ásamt framkvæmdastjóra og auk þess sátu Grétar Harðarson tilraunastjóri, og Eiríkur Þorkelsson tilraunamaður fundinn.
- Heiðurssamsæti Hjalta Gestssonar. Rætt um undirbúning þess, en það verður nk. sunnudagskvöld. Útlit er fyrir góða þátttöku.
- Stofnun einkahlutafélagsins um Stóra-Ármót. Ákveðið að stofnun einkahlutafélagsins taki að fullu gildi um áramótin 2001-2002 með fyrirvara um samþykki aðalfundar 2002.
- Húsvist og framtíð sauðfjárins á Stóra-Ármóti. Stjórnin var sammála að halda áfram með sauðféð en leggja ekki í kostnað við núverandi fjárhús. Kannaðir verði betur möguleikar á að nota hluta af fjóshlöðunni fyrir féð eða byggja nýja byggingu fyrir fé og e.t.v. fleira. Þær tillögur liggi fyrir á stjórnarfundi í ágúst.
- Tilraunir á Stóra-Ármóti. Grétar tilraunastjóri skýrði frá þeim tilraunum sem í gangi hafa verið. Þar hefur verið athuguð áhrif mismunandi sláttutíma ásamt tvíslætti á vallarfoxgrasi á mjólkurgetu kúa, lífsskilyrði samonellusýkla voru rannsökuð í mismunandi verkuðu rúlluheyi og áhrif fóðrunar á efnainnnihald mjólkur voru könnuð. Ræktunarkjarninn er sífellt í gangi, unnið er að gæðastýringahandbók og hugað er að undirbúningi að athugun á hámarksafköstum íslensku kýrinnar og að tilraunaáætlun með innflutt erfðaefni sem kosið verður um í haust.
- Ráðning bústjóra á Stóra-Ármóti. Auglýst hefur verið eftir bústjóra í stað Einars Gestssonar og Hafdísar Hafsteinsdóttur. Kynntar voru nokkrar umsóknir sem hafa þegar borist. Framkvæmdastjóra og tilraunastjóra falið að ráða fólk í starfið.
- Tilnefning í jarðanefnd V-Skaftafellssýslu. Tilnefndir eru Sigfús Sigurjónsson, Borgarfelli og Þórarinn Bjarnason, Þykkvabæ. Varamenn eru tilnefndir í sömu röð Þórarinn Eggertsson, Hraungerði og Erlendur Björnsson Seglbúðum.
- Notkun kjötmjöls í uppgræðslu. Svör hafa borist við tillögu aðalfundar. Þar kemur fram að tilraunir í þessa átt yrðu utan beitilanda.
- Önnur mál. Rætt var um óánægju bænda með bætur Bjargráðasjóðs vegna skaða af flóðum úr Hvítá sl. vetur og fjósbyggingaáform við Landbúnaðarháskólann á Hvanneyri.
Fundargerð upplesin og samþykkt
Guðmundur Stefánsson,
fundarritari.