5. fundur 2007
Þann 5. júlí 2007 var haldinn stjórnarfundur Bssl. á skrifstofu félagsins.
Þessir voru mættir: Þorfinnur Þórarinsson, Egill Sigurðsson, Guðni Einarsson Ragnar Lárusson og Guðmundur Stefánsson.Einnig sat fundinn Sveinn Sigurmundsson framkvæmdarstjóri.
Fyrir var tekið:
- Rætt um þá hugmynd að hesthúsbyggingu á Stóra-Ármóti, sem rædd var á stjórnarfundi þ.8.maí sl. Vegna lítils áhuga frá búgreininni og LBHÍ var ákveðið að halda ekki áfram með þess áform.
- Lögð fram og samþykkt tillaga um stofnun lóðar um sauðfjársæðingastöðina en hún hefur verið inna á sameiginlegri lóð með nautkálfauppeldisstöð BÍ.
- Rætt um landbúnaðarsýninguna afmælisárið 2008.
- Farið yfir starfsemina, Sveinn fór yfir starfsmannahaldið. Hann ræddi fyrirkomulag hrossaskoðunar í vor og ákvörðun sýningargjaldanna. Skafti Bjarnason og Ólafur Þórarinsson komu inn á fundinn og skýrðu stöðu bændabókhaldsins. Egill spurði um túnkortagerð og taldi þörf á þeirri þjónustu. Sveinn skýrði frá nýjum möguleikum í túnkortagerð í haust.
- Erindi um fjárstyrk frá ,,Íslenska bænum”. Samþykkt að veita 50 þús.
- Rædd voru húsnæðismál í sambandi við tilboð um húsnæði.
Guðmundur Stefánsson, fundarritari