5. fundur 2011 – haldinn 1. sept.

Stjórnarfundur BSSL 5/2011

Fundinn sem haldinn var í Árhúsum sátu, Guðbjörg Jónsdóttir, Jón Jónsson, Ragnar Lárusson, Egill Sigurðsson, Gunnar Eiríksson og Sveinn Sigurmundsson



  1. Fjárhagsstaðan. Sveinn greindi frá því að heldur þrengdi að. Gjöld hækka og tekjur samkvæmt búnaðarlagasamningi dragast saman. Ákveðið að leggja fram 8 mánaða rekstraryfirlit á næsta stjórnarfundi. Sveinn greindi frá slæmri ávöxtun í eignastýringu Landsbankans frá áramótum og fundi sem haldinn verður í fyrramálið um það.

  2. Starfsmannahald. Á fundinn mætti Hrafnhildur Baldursdóttir frá Litla-Ármóti en hún er nýráðinn starfsmaður Búnaðarsambandsins við fóðurleiðbeiningar og þá einkum við ráðgjöf út frá samnorræna fóðurmatskerfinu Nor-For. Hún er komin með 20 kúabændur í ákveðið þróunarverkefni í fóðurráðgjöf .

  3. Kynbótastöð. Sveinn greindi frá því að Gunnar Þorkelsson, dýralæknir, hefur látið af störfum sem frjótæknir í Skaftárhreppi. Sigríður Böðvarsdóttir, kúabóndi í Fagurhlíð, tekur við því fyrst um sinn.

  4. Hauststörf í sauðfjárrækt. Skipulagning hauststarfa í sauðfjárrækt er á lokastigi. Fanney Ólöf hefur unnið að því en alls munu 10 manns starfa við þau.

  5. Endurskoðun á ráðgjafarþjónustu. Lagt var fram bréf frá Bændasamtökunum þar sem fram kemur að von er á dönskum ráðgjafa sem mun skoða skipulag ráðgjafaþjónustu hér á landi og koma með tillögur um úrbætur

  6. Húsnæðið í Þorleifskoti hefur verið málað og endurbætt. Lóðin verður girt af og ný aðkeyrsla lögð. Bílastæði verða malarborin og snyrt.

  7. Afleysingaþjónusta vegna Grímsvatnagoss. Greint var frá því að afleysingaþjónusta með svipuðu sniði og í Eyjafjallagosinu verður rekinn í Skaftárhreppi á áhrifasvæði Grímsvatnagossins. Ráðinn hefur verið starfsmaður; Einar Jónsson á Efri-Steinsmýri, og hóf hann störf 1. ágúst sl.

  8. Opið hús á Stóra Ármóti. Egill óskaði eftir því að opið hús á Stóra Ármóti verði haldið í haust þar sem starfsemi tilraunabúsins og Búnaðarsambandsins verði kynnt. Sveini falið að vinna að málinu.

  9. Þá var komið að opnum kynningarfundi um drög að breytingum á jarða og ábúðarlögum. Elías Blöndal lögfræðingur BÍ og Sigurbjartur Pálsson stjórnarmaður í BÍ voru mættir og nokkur fjöldi gesta. Þeir félagar fóru yfir málin og í framhaldi af því urðu líflegar umræður um frumvarpsdrögin, en almennt fannst fundarmönnum þau meingölluð.
Fleira var ekki tekið fyrir og fundi slitið.
Sveinn Sigurmundsson


back to top