5. fundur – haldinn 11. júní

Stjórnarfundur BSSL 5/2015.

Á fundinn sem haldinn var í fundarsal BSSl mættu Erlendur Ingvarsson, Ragnar Lárusson formaður, Jón Jónsson, Baldur I Sveinsson og Gunnar Kr. Eiríksson. Sveinn Sigurmundsson sat fundinn og ritaði fundargerð. Um hádegi mættu Sigurður Eyþórsson, Runólfur Sigursveinsson og Karvel Karvelsson til að ræða málefni RML
1. Farið var yfir aðalfundargerðina og þau skilaboð sem henni fylgja. Tillögurnar sem samþykktar voru hafa verið sendar til RML og landbúnaðarráðherra.

2. Til fundarins mættu Karvel Karvelsson, Sigurður Eyþórsson og Runólfur Sigursveinsson til að ræða málefni RML í kjölfar tillögu sem samþykkt var á aðalfundi BSSl svohljóðandi.

„Aðalfundur Búnaðarsambands Suðurlands haldinn að Smáratúni, Fljótshlíð þann 16. apríl 2015, telur afturför hafa verið í leiðbeiningarstarfsemi landbúnaðarins eftir að Ráðgjafarmiðstöð landbúnaðarins var sett á fót.
Þá mun fjárhagsgrundvöllur RML ekki vera traustur. Telur fundurinn brýna þörf á að efla og bæta starfsemi RML á starfssvæði BSSL. „
Karvel fór yfir starfsemi RML sem er til betri vegar fjárhagslega. Nokkrar umræður urðu um óánægju bænda á Suðurlandi sem finnst fyrirtækið hafa fjarlægst bændur og þjónustan minnkað. Karvel ræddi nýjungar í starfseminni sem allar miða að því að koma til móts við þarfir og kröfur bænda. Sveinn nefndi að ráðunautar RML væru velkomnir á aðalfund BSSL til að ræða starfsemina í fagmálanefnd. Fram kom hugmynd um að haldinn yrði sameiginlegur kynningarfundur RML og BSSL þar sem starfsemin og þjónustan yrði kynnt.

3. Sigurður Eyþórsson fór aðeins yfir helstu mál sem inn á borði BÍ hafa verið síðustu vikur. Má þar m.a nefna aðgerðir vegna verkfalls dýralækna hjá MAST og svo greinagerð BÍ og Lk vegna skýrslu Hagfræðistofnunar HÍ „Mjólkurvöruframleiðsla á Íslandi – Staða og horfur“

4. Málefni tilraunastöðvarinnar á Stóra Ármóti var næst til umræðu. LbhÍ stefnir að því að ráða tilraunastjóra tímabundið í hluta starf með haustinu og að tilraun sú sem búið var að setja upp en frestaðist verði framkvæmd í vetur. Þá urðu umræður um ásýnd staðarins og rætt um að leggja í kostnað við að keyra möl í plön og hlöð austan við fjósið og í kringum nýja fjárhúsið.

5. Kal er allnokkuð í Vestur- Skaftafellsýslu en Kristján Bjarndal hefur síðustu daga verið þar á ferð fyrir Búnaðarsambandið við að meta kalskemmdirnar. Ekki er um venjulegt kal að ræða heldur grisjun. Tjón er samt verulegt og allt að helmingsuppskerurýrnun þar sem verst er.

6. Starfsemi BSSL og fyrirtækja þess var því næst tekið fyrir.

7. Gunnar Kr. Eiríksson var tilnefndur í samninganefnd búnaðarsambandanna við frjótækna en samningar við þá eru lausir.

Fleira ekki og fundi slitið
Sveinn Sigurmundsson


back to top