5. fundur – haldinn 13. júní
Stjórnarfundur BSSL 5/2014.
Á fundinn sem haldinn var að Stóra Ármóti mættu Erlendur Ingvarsson, Ragnar Lárusson formaður, Jón Jónsson, Baldur Indriði Sveinsson og Gunnar Kr. Eiríksson. Sveinn Sigurmundsson sat fundinn og ritaði fundargerð. Grétar Hrafn Harðarson tilraunastjóri sat fundinn þegar umfjöllun var um Stóra Ármót var til umfjöllunar.
1. Farið var yfir samskipti BSSL og RML en ráðgjafarþjónustan hefur verið í að segja upp starfsfólki vegna fjárhagsörðugleika. Samstarfi við BSSL um hlutastörf var m,a, sagt upp. Stjórn Bssl hefur áhyggjur af minnkandi þjónustustigi við bændur samfara aukinni gjaldtöku.
2. Farið var í vettvangsgöngu þar sem verið er að byggja fjárhúsið. Sveinn fór lauslega yfir fjárhagsáætlun sem hljóðar upp á rúmar 21 milljónir.
3. Samþykkt að gefa íbúðarhúsið sem Jóhannes og Helga hafa leigt falt. Samkvæmt mati fasteignasala er verðmatið 20 milljónir.
4. Tilraunastjóri fór yfir tilraunastarfið liðin vetur og væntanleg verkefni næsta vetur. Þá var rætt um nýliðin tilraunanefndarfund.
5. Rætt var um þá hugmynd að Stóra Ármót kæmi að sem sóttvarnarbú við innflutning á erfðaefni nautgripa ef eftir yrði leitað. Stjórnin var því samþykk með fyrirvara um að sóttvarnakröfur væru ásættanlegar.
6. Tillögur frá síðasta aðalfundi voru næst til umfjöllunar. Tillaga nr 5 frá allsherjarnefnd þar sem því er beint til stjórnar að fyrirkomulag innheimtu árgjalds af félagsmönnum verði endurskoðað. Stjórnin ákvað að bjóða þeim aðildarfélögum sem eftir óska að Búnaðarsambandið taki að sér innheimtu félagsgjalda fyrir þau.
7. Sveinn greindi frá för sinni á dögunum á Egilsstaði þar sem hann fundaði með stjórn BSA og Félagi kúabænda á Héraði um að Kynbótastöð Suðurlands yfirtaki kúasæðingar þar um næstu áramót. Fundurinn var gagnlegur og fram kom eindregin vilji heimamanna á því að sameinast sunnlendingum í framkvæmd sæðingastarfsins.
8. Það hafa komið 5 nýjir hrútar á Sauðfjársæðingastöðina nú í vor. Hluti stöðvarinnar var málaður nú í vor og svo eru girðingaframkvæmdir fyrirhugaðar.
Fleira ekki og fundi slitið
Sveinn Sigurmundsson