5. fundur – haldinn 25. ágúst
Stjórnarfundur BSSL 5/2016.
Á fundinn sem haldinn var Stóra Ármóti mættu Erlendur Ingvarsson, Ragnar Lárusson Gunnar Kr. Eiríksson. formaður, Sigurjón Eyjólfsson og Helgi Eggertsson. Sveinn Sigurmundsson sat fundinn og ritaði fundargerð.
1. Vettvangsganga við holdagripafjósið en verið er að vinna í grunninum. Ljóst að öflugan fleyg þarf til að vinna á Þjórsárhrauninu.
2. Sveinn fór yfir stöðu mála gagnvart framkvæmdum við holdanautabúið.
3. Kynntur var lánasamningur Nautís við Landsbankann en hann gerir ráð fyrir 100 milljóna króna sjálfskuldarábyrgð fyrirtækjanna þriggja sem standa að Nautís. Meirihluti stjórnar undirritaði samninginn en einhugur var innan stjórnarinnar með þá skuldbindingu.
4. Fram kom að Unnsteinn Snorri hefur verið fengin til að gera tillögur um fyrirhugaðar breytingar á fjósinu á Stóra Ármóti.
5. Búrekstur á Stóra Ármóti gengur vel. Mikið af góðum heyjum náðist inn og vel lítur út með kornrækt. Nýjar spildur undir tún rúmir 8 ha voru gerðar í vor og grænfóðri sáð í þær. Koma þær í stað þess túns sem fer undir holdagripabúið.
6. Tilraunastarf á Stóra Ármóti var til umfjöllunar en fyrirhugað er að sækja um fjármagn í þróunarsjóð nautgriparæktarinnar i verkefni um hníslasótt í kálfum.
7. Fréttir af starfi BÍ. Gunnar Eiríksson stjórnarmaður í BÍ fer yfir stöðu mála.
8. Starfsemi BSSL framundan
a. Jarðabótaúttekt. Undirritað hefur verið samkomulag við MAST um að við sjáum um úttektir þróunarverkefna þetta haustið
b. Túnkortagerð. Halla Kjartansdóttir vinnur að túnkortagerð.
c. Vinna fyrir BASK. Búnaðarsambandið mun sjá um úttektir þróunarverkefna fyrir Austur Skaftafellssýslu þetta haustið. Kristján Bjarndal er verkefnaráðinn í það
9. Önnur mál
Sveinn Sigurmundsson