6. fundur 2004
Fundargerð
Stjórnarfundur í Búnaðarsambandi Suðurlands haldinn þann 3. desember 2004 í húsnæði Búnaðarsambandsins. Mættir voru stjórnarmennirnir Þorfinnur Þórarinsson, Eggert Pálsson, Egill Sigurðsson, Guðmundur Stefánsson og Guðni Einarsson. Þá var einnig mættur Bjarni Hákonarson form. Bs. A-Skaft. svo og Sveinn Sigurmundsson, framkvæmdastjóri.
Fyrir fundinn var farið að skoða nýja fóðurbúnaðinn í fjósinu á Stóra-Ármóti og sauðfjársæðingastöðina í Þorleifskoti.
Eftirfarandi var tekið fyrir:
- Samstarf við Bs.A-Skaft. Bjarni Hákonarson rakti aðdraganda málsins og sagði það eindreginn vilja þeirra Skaftfellinga að fara í samstarf við BSSL. Þá myndi BSSL sjá um alla leiðbeiningaþjónustu á svæðinu en búnaðarsamböndin myndu ekki sameinast félagslega að svo stöddu. Sveinn taldi þjónustu við A-Skaft. falla vel að mörgu leyti við starfsemi BSSL en um talsverða fjarlægð er þó að ræða. Möguleiki gæti verið að halda mann í A-Skaft. með samvinnu við aðra aðila t.d. við Landgræðsluna og forðagæslustarf sveitarfélaganna. Farið var yfir ýmsa kostnaðarliði þessu tengda og á hvaða forsendum þessi starfsemi yrði rekinn. Formanni og framkvæmdastjóra falið að gera uppkast að samstarfssamningi ásamt starfs- og rekstraráætlun fyrir þjónustuna. Stefnt að því að ljúka málinu í janúar nk.
- 100 ára afmælisrit BSSl. Í ritnefnd eru Páll Lýðsson, L-Sandvík, formaður, Guðmundur Jóhannesson, ráðunautur og Eggert Pálsson, Kirkjulæk. Páll skýrði frá því sem unnið hefur verið. Hann hefur þegar tekið viðtöl við ýmsa eldri menn tengda Búnaðarsambandinu.
- Formannafundur búnaðarsambandanna. Þorfinnur gerði grein fyrir fundinum. Þar var rætt um forðagæslu, stöðu leiðbeiningastarfsins í ljósi sameiningar stofnana í landbúnaðarháskóla og grunneiningar búnaðarsambandana, sem eru með ýmsum hætti á landinu Til umræðu kom hvort Búnaðarsambandið ætti að bjóða aðildarfélögum sínum aðstoð við aðalfundi og reikningshald og hvetja þau til sameiningar, sem eru orðin fámenn og standa höllum fæti.
- Frá vettvangi BSSL. Sveinn sagði frá því sem verið er að vinna að. Aukning hefur orðið í Sunnu- og Sómaverkefnum. Valdimar Bjarnason kynnti nýja uppsetningu á netinu á fjármálaþjónustu Búnaðarsambandsins og sagði frá ýmsum nýjum möguleikum á þessu sviði.
- Heimsókn stjórnar LK. Egill sagði frá fyrirhuguðum fundi stjórnar LK á Suðurlandi og kynnisheimsókn til Búnaðarsambandsins.
- Önnur mál. Þorfinnur minntist á að skilyrði fyrir mjólkursöluleyfi er að vatnsveita sé vottuð eða hafi sótt um vottun fyrir næstu áramót. Búnaðarsambandið og Félag kúabænda á Suðurlandi ætla að senda minnisblað til kúabænda um þetta mál. Þá taldi Þorfinnur þörf á námskeiði um verkun korns.
Egill ræddi um eflingu starfseminnar hér með því að eitthvað að landsráðgjöfinni færist hingað, en líklegt er að hún færist út í héruðin. Þá þarf að móta samstarfið við hinn nýja Landbúnaðarháskóla.
Næsti fundur ákveðinn 7.janúar á Kirkjubæjarklaustri.
Fleira var ekki gert fundargerð lesinog samþykkt og fundi slitið.
Guðmundur Stefánsson, fundarritari.