6. fundur 2009 – haldinn 16. október
Fundinn sem haldinn var Selfossi sátu; Guðbjörg Jónsdóttir formaður, Guðni Einarsson, Ragnar Lárusson, Egill Sigurðsson, Gunnar Eiríksson og Sveinn Sigurmundsson framkvæmdastjóri.
- Minnst var tveggja látinna félaga, Hjalta Gestssonar og Steinþórs Runólfssonar.
- Endurskoðun á samningi LBHÍ við Stóra Ármót. Á fundinn mættu Ágúst Sigurðsson og Grétar Hrafn. Vegna niðurskurðar á fjárlögum óskar LBHÍ eftir verulegum lækkunum á mánaðarlegum greiðslum vegna aðstöðu að Stóra Ármóti næstu tvö ár. Sveini falið að ganga frá samkomulagi við LBHÍ. Grétar Hrafn fór yfir þær tilraunir sem eru í gangi á Stóra Ármóti. Rætt var hvernig auka megi upplýsingastreymi frá þeim tilraunum sem eru í gangi á Stóra Ármóti.
- Skerðing á fjárframlögum samkvæmt búnaðarlagasamningi á næsta ári. Sveinn fór yfir hvað þær þýða fyrir BSSL.
- Endurskipulagning ráðgjafaþjónustu. Runólfur Sigursveinsson mætti á fundinn undir þessum lið. Runólfur gerði grein fyrir því að á vegum BÍ væri hann í nefnd sem á að koma með tillögur að endurskipulagningu ráðgjafaþjónustu á landsvísu fyrir næsta stjórnarfund BÍ og formannafund búnaðarsambandanna. Málið rætt.
- Kynbótasýningar síðasta sumar og fjárhagsleg útkoma. Sveinn fór yfir uppgjör þar sem fram kom að sýningarnar stóðu undir sér fjárhagslega. Heildarvelta var 16 milljónir kr.
- Starfsmannahald. Sveinn fór yfir þau mál og þá starfsemi sem í gangi er á haustmánuðum.
- Fjárhagsstaðan. Sveinn fór yfir rekstur og peningalega stöðu BSSL.
- Önnur mál. Búið er að stofna starfsmannafélag meðal starfsmanna BSSL og bændabókhalds. Samþykkt var að styrkja félagið um kr. 200.000 sem stofnframlag.
Fundi slitið,
Guðni Einarsson