6. fundur 2011 – haldinn 27. okt.

Stjórnarfundur 6/2011


Fundinn sem haldinn var á Stóra Ármóti sátu, Guðbjörg Jónsdóttir, Jón Jónsson Ragnar Lárusson, Egill Sigurðsson, Gunnar Eiríksson og Sveinn Sigurmundsson. Helga Sigurðardóttir sat fundinn undir liðnum opið hús. Bústjórar, Höskuldur Gunnarsson og Hilda Pálmadóttir, sátu fundinn undir umræðum um málefnum tilraunabúsins.

1. Undirbúningur fyrir opna húsið á Stóra Ármóti.
Sveinn, Grétar og Helga sem mynda undirbúningsnefnd fyrir opna daginn gerðu grein fyrir starfi nefndarinnar en undirbúningur er eftir áætlun.

2. Vettvangsskoðun á Stóra Ármóti.
Höskuldur bústjóri mætti á fundinn en undir hans leiðsögn var farið í vettvangsgöngu.

3. Tilraunastarfið á Stóra Ármóti var til umræðu en Grétar tilraunastjóri hefur óskað eftir því að lækka starfshlutfall sitt úr 80% í fjórðung úr starfi. Grétar fór yfir það helsta sem er að gerast í tilraunastarfinu. Stjórnin leggur mikla áherslu á að á staðnum sé öflugt tilraunastarf og rætt um að fá rektor LbhÍ á næsta fund til að ræða málin

4. Endurskoðun á ráðgjafarstarfsemi. 
Guðbjörg greindi frá undirbúningsvinnu um endurskoðun á ráðgjafastarfsemi sem unnið er út frá ályktun Búnaðarþings.

Fleira var ekki tekið fyrir og fundi slitið.

Sveinn Sigurmundsson


back to top