6. fundur haldinn 27. nóvember 2019
Stjórnarfundur BSSL haldinn 27. nóvember 2019.
Á fundinn sem haldinn var í fundarsal Búnaðarsambandsins mættu Erlendur Ingvarsson, Ragnar Lárusson, Gunnar Kr. Eiríksson. formaður, Björn Snorrason og Helgi Eggertsson. Sveinn Sigurmundsson sat fundinn og ritaði fundargerð.
- Tillaga félagskerfisnefndar um breytingar á félagskerfinu.
Til fundarins mættu Jóhann Nikulásson formaður félagskerfisnefndar sem skipuð var á síðasta búnaðarþingi og Guðbjörg Jónsdóttir starfsmaður nefndarinnar. Jóhann fór yfir og kynnti tillögur nefndarinnar en nefndin hefur fundað með aðildarfélögum BÍ undanfarið. Erindisbréf nefndarinnar er eftirfarandi
„Búnaðarþing 2018 felur stjórn BÍ að koma á fót þriggja manna starfshópi sem hefur það hlutverk að móta tillögur um allsherjar endurskipulagningu á félagskerfi landbúnaðarins. Við þá vinnu verði horft til uppbyggingar systursamtaka BÍ í nágrannalöndum okkar. Litið verði til allra þeirra verkefna sem samtök bænda koma að, svo sem hagsmunagæslu, kynningar- og útgáfumála, stefnumörkun, rannsókna, ráðgjöf og ræktunarstarfs.”
- Úttektir v. jarðræktar- og landgreiðlsna.
Gunnar Ríkharðsson mætti á fundinn en starfsfólk BSSL lauk við úttektir vegna landgreiðslna og jarðræktarstyrkja um miðjan nóvember
- Stuttar fréttir af fyrirtækjunum.
Sveinn fór yfir rekstur Búnaðarsambandsins og fyrirtækja þess á árinu. Reksturinn er í jafnvægi en viðsnúningur hefur orðið á rekstri Kynbótastöðvar ehf vegan hækkunar gjalda vegan sæðinga og klaufsnyrtingar og kerfisbreytinga á Austurlandi.
- Næsti formannafundur og undirbúningur fyrir Búnaðarþing.
Ákveðið var að stefna að því að halda formannafund á Stóra Ármóti föstudaginn 24. janúar og hafa megin þemað umræðu um félagskerfi landbúnaðarins. Jafnframt bjóða þeim sem vilja í heimsókn í holdanautabú Nautís.
- Önnur mál
Fleira ekki og fundi slitið. Sveinn Sigurmundsson