6. fundur -haldinn 28. október
Stjórnarfundur BSSL 6/2016
Á fundinn sem haldinn var í fundarsal Búnaðarsambandsins mættu Erlendur Ingvarsson, Ragnar Lárusson Gunnar Kr. Eiríksson. formaður, Sigurjón Eyjólfsson og Helgi Eggertsson. Sveinn Sigurmundsson sat fundinn og ritaði fundargerð.
1. Hrafnhildur Baldursdóttir mætti undir dagskrár liðnum tilraunastarf á Stóra Ármóti. Í haust verður tilraunin um áhrif fóðrunar á fitu í mjólk gerð upp. Eftir áramót er fyrirhuguð athugun um hníslasótt í smákálfum. Ekki hefur fengist fastráðning í stöðu tilraunastjóra en Hrafnhildur hefur verið í 40% starfshlutfalli. Hrafnhildur mun því láta af störfum tilraunastjóra um áramót en hafa umsjón með hníslasóttarverkefninu.
2. Sveinn greindi frá framkvæmdum við holdagripafjósið á Stóra Ármóti. Vinnan við grunninn hefur tekið meiri tíma og verið kostnaðarsamari en ráð var fyrir gert. Ástæðan er sú að ekki var nema rúmur metri niður á Þjórsárhraunið og það þurfti að bíða eftir öflugum fleyg til að vinna á hrauninu. Mölin sem tekin var úr malarnámunni á Kallholtinu reyndist vatnsheldin og því þurfti að fá hreinni möl úr Ingólfsfjalli til að setja í púðann undir botnplötunni. Von er á smiðunum sem ráðnir hafa verið til að byggja holdagripafjósið á hverri stundu.
3. Rekstur Kynbótastöðvarinnar er í góðu jafnvægi en 2 nýir afleysingamenn hafa komið til starfa. Sigurður Max Jónsson á Austurlandi og Eyþór Karl Ingason frá Meiri Tungu.
4. Farið var yfir hugmyndir sem Unnsteinn Snorri hefur lagt fram við fyrirhugaða breytingu á fjósinu á Stóra Ármóti m.a. vegna breytinga á aðbúnaðarreglugerð en í gær var haldinn fundur í óformlegri hönnunarnefnd um breytingar í fjósinu. Samþykkt að vinna áfram með hugmyndir Unnsteins með það að leiðarljósi að fara í framkvæmdir næsta vor.
5. Nú eru allir nýir hrútar komnar til okkar en fyrirhugað er að djúpfrysta sæði úr þeim fljótlega. Fyrir USA markað voru frystir 614 skammtar í október en afar kostnaðarsamt er að vinna að því að fá leyfi til útflutnings þangað en það þarf að framkvæma tvöfalt berklapróf og margendurtekin blóðpróf.
6. Kristján Bjarndal sem nýlega lét af störfum hjá RML aðstoðaði Búnaðarsambandið við úttekt jarðabóta og mælingar þeim samfara. Hann sá m.a um úttektir í Austur Skaftafellssýslu en ákveðið var að sjá um úttektir fyrir þá.
Sveinn Sigurmundsson