7. fundur – haldinn 13. nóvember

Stjórnarfundur BSSL 7/2015.

Á fundinn sem haldinn var á Stóra Ármóti og hófst kl 11:00 mættu Erlendur Ingvarsson, Ragnar Lárusson formaður, Jón Jónsson, Baldur Indriði Sveinsson og Gunnar Kr. Eiríksson. Sveinn Sigurmundsson sat fundinn og ritaði fundargerð. Ennfremur mættu á fundinn Hrafnhildur Baldursdóttir tilraunastjóri og bústjórarnir Höskuldur Gunnarsson og Hilda Pálmadóttir. Fundurinn er m.a haldinn að beiðni stjórnar LK og BÍ vegna fyrirhugaðs innflutnings á erfðaefni fyrir holdanaut
1. Fram kom að velheppnaður tilraunanefndarfundur var haldinn í gær á Stóra Ármóti. Hrafnhildur kynnti þar tilraun sem fyrirhuguð er í vetur og er um áhrif fóðrunar á efnainnihald mjólkur, einkum fitu.

2. Vettvangsganga um staðinn. Rætt var um nýja aðbúnaðarreglugerð og hvaða áhrif það hefði á kúabúið. Ljóst er að tími er að koma á ýmsar breytingar og lagfæringar inn í fjósinu.

3. Þá var tekið til umræðu hugmyndir um að Stóra Ármót kæmi að sem innflutningsbú á erfðaefni fyrir holdanaut. Sveinn fór yfir stöðu málsins en hann hefur verið í óformlegum viðræðum við formann LK um málið. Fundarmenn sammála um að ekki komi til álita að leggja kúabúið undir sem einangrunarstöð. Vænlegra sé að byggja nýja einangrunarstöð á afgirtu landsvæði sem yrði rekin sem aðskild eining frá tilraunabúinu. Fram kom hjá bústjórum að þau hafa ekki áhuga að svo stöddu að sinna vinnuþættinum við holdanautabúið komi til þess að það verði á Stóra Ármóti. Fundarmenn voru einnig á því að trúverðugleiki væri meiri ef gegningar á búunum yrðu ekki unnar af sömu aðilum. Hrafnhildur Baldursdóttir óskaði eftir því að tvær ályktanir frá henni yrðu færðar til bókar.
a. Komi til þess að Stóra-Ármót verði aðili að innflutningi erfðaefnis í nautgriparækt er nauðsynlegt að fylga ströngustu reglum varðandi innflutning. Mikið er í húfi og nauðsynlegt að slaka ekkert á þeim reglum.
b. Á Stóra-Ármóti er starfandi tilraunabú og mikilvægt að trúverðuleiki sóttvarna sé í lagi. Muna þarf eftir að bú sem þetta getur ekki stækkað og stækkað með sama fjölda starfsmanna. Mikilvægt er að á Stóra-Ármóti sé aðlaðandi starfsumhverfi fyrir bústjóra og alla þá sem að koma að starfseminni á Stóra- Ármóti.

4. Til fundar mættu; Valdimar Guðjónsson formaður FkS, Sigurður Loftsson formaður LK og Guðný Helga Björnsdóttir formaður Fagráðs í nautgriparækt og stjórnarmaður í BÍ. Baldur Helgi Benjamínsson var á símafundi fyrst um sinn og flutti erindi um stöðuna í nautakjötsframleiðslunni. Stjórnin gerði grein fyrir þeirri afstöðu sinni að leggja til landsvæði undir nýja einangrunarstöð sem byggð yrði á afgirtu landi. Gamla fjósið/hesthús heim við íbúðarhús yrði lagt undir sem einangrunarstöð til að byrja með þannig að hægt væri að koma fósturvísum í kýr sem fyrst eftir áramót. Sigurður fór yfir ýmsa kostnaðarþætti og hugmyndir að fjármögnun. Næstu skref þyrftu að vera;
a) Breyta hesthúsinu í tvístætt fjós með 16 básum. Steypa þarf hauggeymslu fyrir framan fjósið.
b) Ákveða þarf landsvæði fyrir einangrunarstöðina og marka girðingarstæði. Girt yrði næsta vor. Kýrnar með fósturvísunum yrðu reknar út til beitar þegar girðingin er tilbúin.
c) Marka þarf byggingasvæði og sækja um byggingaleyfi hið fyrsta.
d) Vinna við hönnun byggingarinnar og þar með talið skilgreining á umfangi og þörfum þarf að hefjast sem fyrst.
Fram kom að Baldur Helgi fer við fyrsta hentugleika til Noregs að ganga frá kaupum á fósturvísum en amk 60 dagar þurfa að líða frá því að þeir eru teknir og að þá megi flytja til landsins. Aðrir fundarmenn en stjórn og framkvæmdastjóri yfirgáfu nú fundinn
5. Formannafundur búnaðarsambandanna er fyrirhugaður mánudaginn 16. nóvember og er aðal efni hans staðan í búvörusamningunum. Í framhaldi af þeim eru fyrirhugaðir bændafundir um landið með kynningu á þeim.

6. Sveinn greindi frá stöðu mála í Sauðfjársæðingastöðinni. Hrútar komnir inn, búið að rýja, skoðun dýralæknis og blóðsýnataka er í dag og djúpfrysting hefst í næstu viku. Búnaðarsambandið mun sjá um haustfundi sauðfjárræktar sem framundan eru seinni hlutann í nóvember.

7. Undir liðnum önnur mál urðu umræður og vangaveltur um stöðu og framtíð tilraunabúsins á Stóra Ármóti.

Formaður sleit þá fundi.
Sveinn Sigurmundsson


back to top