8. fundur – haldinn 27. nóvember
Stjórnarfundur BSSL 8/2014.
Á fundinn sem byrjaði í fundarsal BSSL mættu Erlendur Ingvarsson, Ragnar Lárusson formaður, Jón Jónsson, Baldur Indriði Sveinsson og Gunnar Kr. Eiríksson. Sveinn Sigurmundsson sat fundinn og ritaði fundargerð. Eirikur Blöndal mætti á fundinn en fór þegar umfjöllun um fyrsta lið lauk.
1. Eiríkur Blöndal fór yfir starfsemi BÍ og RML. Fram kom það álit BSSl að rétt hefði verið að hafa meira samráð við samstarfsaðilana áður en til aðhaldsaðgerða af hálfu RML kom í byrjun maí. Þá lýsti stjórn BSSL yfir áhyggjum yfir minni ráðunautaþjónustu í héraðinu og óánægju a.m.k sumra bænda með þá breytingu sem orðið hefur.
2. Farið var í heimsókn í Sauðfjársæðingastöðina og húsakynnin og hrútarnir skoðaðir undir leiðsögn fundarritara
3. Þá var ekið að Stóra Ármóti og nýja fjárhúsið skoðað. Byggingin sem er 308 m2 er velheppnuð við fyrstu sýn og loftgluggarnir koma vel út. Féð verður tekið inn um helgina og verður það mikil breyting bæði fyrir fé og fólk.
4. Ákveðið var að halda formannafund BSSL um miðjan janúar og boða búnaðarþingsfulltrúa af Suðurlandi á hann en skila þarf inn málum fyrir Búnaðarþing eigi síðar en 20 janúar.
Sveinn Sigurmundsson