KÝR 2006
Laugardaginn 26. ágúst 2006 stóðu Búnaðarsamband Suðurlands og Félag kúabænda á Suðurlandi fyrir kúasýningu í Ölfushöllinni á Ingólfshvoli. Til sýningar mættu 46 gripir, 31 kálfur, 13 kýr og 2 naut. Keppt var í fimm flokkum auk þess sem þrjár kýr voru heiðraðar fyrir endingu og miklar afurðir. Nautin þrjú sem mættu á sýninguna voru; Danni 03980 frá Nýjabæ og Stássi 04024 frá Nautastöð BÍ (f. á Syðri-Bægisá).
Sýning kálfa tókst ákaflega vel.
Áhorfendur fylgjast spenntir með. |
|
Þórólfur Sveinsson, formaður LK, setti sýninguna og sagði meðal annars ánægjulegt hve þátttaka barna og unglinga væri góð og kúasýningar sem þessi væru hátíðir kúabænda. Véla- og þjónustufyrirtæki sýndu vélar, fóðrunar- og mjaltabúnað og margt fleira. Sýningin var mjög góð, kýr og kálfar vel undirbúin og gaman að sjá hve mikið sýnendur höfðu lagt í undirbúning. Aðsókn var sýnu minni en +á fyrri sýningum en um 600 manns komu á sýninguna. Búnaðarsamband Suðurlands og Félag kúabænda á Suðurlandi þakka sýnendum gripa innilega fyrir þeirra framlag.
Kúabændur á Suðurlandi – Til hamingju með glæsilega kúasýningu!! |
Eygló Arna Guðnadóttir með Ör 332 frá Þúfu en þau sigruðu í flokki 11 ára og yngri auk þess sem Ör var valin besti gripur sýningarinnar. Við hlið þeirra stendur Þórólfur Sveinsson, formaður LK.
|
|
Úrslit urðu eftirfarandi:
Kálfar, sýnendur 11 ára og yngri
- Ör 332 frá Þúfu, V-Landeyjum, f. 24.09 2005. F. Þverteinn 97032, M. Spá 293, mf. Punktur 94032. Sýnandi: Eygló Arna Guðnadóttir
- Jensína 529 frá Hvammi, Ölfusi, f. 13.06 2006. F. Hersir 997033, M. Löpp 321, mf. Garpur 98009. Sýnandi: Jens Thinus Clausen Pétursson, 7 ára.
- Ljúf 113 frá Skipholti 1, Hrunamannhr., f. 24.03 2005. F. Grikkur 04004, M. Flaska 059, mf. Viðauki 00008. Sýnandi: Anna Marí Karlsdóttir, 8 ára.
- Glóð 196 frá Dalbæ 1, Hrunamannhr., f. 25.03 2006. F. Fontur 98027, M. Gletta 045, mf. Klerkur 93021. Sýnandi: Elís Arnar Jónsson, 7 ára.
- Þokkadís 1049 frá Stóra-Ármóti, Flóahr., f. 12.10 2005. F. Stígur 97010, M. Fjóla 822, mf. Týr 96012. Sýnandi: Sölvi Sveinsson.
|
Kálfar, sýnendur 12 ára og eldri
- Von 336 frá Þúfu, V-Landeyjum, f. 31.10 2005. F. Leiknir 03028, M. Dama 280, mf. Forseti 90016. Sýnandi: Theodóra Jóna Guðnadóttir
- Fljót 473 frá Ásólfsskála, V-Eyjafjöllum, f. 02.04 2006. F. Fontur 98027, M. Skúta 360, mf. Klaki 94005. Sýnandi: Þorgeir Sigurðsson,13 ára.
- Jasmína 672 frá Selalæk, Rangárvöllum, f. 13.02 2006. F. Sveppur 98035, M. Gæfa 503, mf. Gassi 98788. Sýn. Sesselía Þórisdóttir, 12 ára.
- 544 frá Laugardælum, Flóahr., f. 26.04 2006. F. Glanni 98026, M. Pa 221, mf. Foss 93006. Sýnandi: Elín Linnea Ólafsdóttir.
- Blúnda 673 frá Selalæk, Rangárvöllum, f. 13.04 2006. F. Snoddas 03155, M. Glíma 445, mf. Haltur 95998. Sýn. Valdís Bjarnadóttir, 12 ára.
|
Theodóra Jóna Guðnadóttir með Von 336 frá Þúfu en þau sigruðu í flokki 12 ára og eldri. Þórólfur Sveinsson, formaður LK, stendur við hlið þeirra. |
|
Holdagripir
- Limma 107 frá Vestri-Garðsauka, Rangárþingi eystra
f. 10.07 1998 F: Ljómi 95451 M: Ísl. Sýnandi: Bianca Gruener
- Brunnhildur 123 frá Vestri-Garðsauka, Rangárþingi eystra.
f. 07.07 2002 F: Lindi 95452 M: Sallý 105 Mf: Angi 95400 Sýnandi: Jón Logi Þorsteinsson
- Kata 088 frá Vestri-Garðsauka, Rangárþingi eystra.
f. 30.04 2006 F: Arður 95402 M: Katastrof 119 Sýnandi: Kerstin Geissler
|
Fyrsta kálfs kvígur
- Brydding 505 frá Þverlæk, Holtum
f. 28.01 2004 F. Frískur 94026 M. Kengála 393 Mf. Ufsi 88031 Sýnandi: Kristinn Guðnason. Afurðir 0,7 ár; 7.580-3,90-296-3,38-256 Kynb.spá: 107 Útlitsdómur: 88 stig
- Gæla 096 frá Dalbæ 1, Hrunamannahr.
f. 03.03 2004 F. Núpur 96013 M. Gletta 045 Mf. Klerkur 93021 Sýnandi: Björgvin Viðar Jónsson Afurðir 0,1 ár; 6.602-4,60-304-3,32-219 Kynb.spá: 107 Útlitsdómur: 87 stig
- Silvía Nótt 602 frá Selalæk, Rangárvöllum
f. 07.03 2004. F. Hringur 01354 M. Ör 534. Mf. Örvar 99028 Sýnandi: Þórir Jónsson Afurðir 0,3 ár; 8.370-4,00-335-3,40-285 Kynb.spá: 104 Útlitsdómur: 89 stig
- Fruma 274 frá Stóru-Reykjum, Flóahr.
f. 16.09 2003 F. Pinkill 94013 M. Frunsa 174 Mf. Sorti 90007 Sýnandi: Gísli Hauksson Afurðir 0,6 ár; 5.150-3,55-183-3,21-165 Kynb.spá: 104 Útlitsdómur: 90 stig
- Rauðka 203 frá Syðra-Velli, Flóahr.
f. 28.11 2002 F. Frískur 94026 M. Blíða 158 Mf. Almar 90019 Sýnandi: Þorsteinn Ágústsson Afurðir 0,8 ár; 5.980-4,24-254-3,56-213 Kynb.spá: 107 Útlitsdómur: 89 stig
|
Brydding 505 frá Þverlæk, efst í flokki 1. kálfs kvígna.
Björgvin Viðar Jónsson með Gælu 096 frá Dalbæ 1 sem varð önnur 1. kálfs kvígna.
Þórir Jónsson með Silvíu Nótt 602 frá Selalæk sem varð þriðja 1. kálfs kvígna.
Gísli Hauksson með Frumu 274 frá Stóru-Reykjum sem varð fjórða 1. kálfs kvígna.
Rauðka 203 frá Syðra-Velli sem varð fimmta 1. kálfs kvígna.
|
|
Mjólkurkýr
- Hönk 213 frá Stóra-Ármóti, Flóahreppi
f. 22.10 2002. F. Kaðall 94017 M. Burma 801 Mf. Búi 89017 Sýnandi: Höskuldur Gunnarsson. Afurðir 1,0 ár; 7.658-3,66-280-3,09-236 Kynb.spá: 123 Útlitsdómur: 88 stig
- Motta 076 frá Dalbæ 1, Hrunamannahr.
f. 24.08 2003 F. Soldán 95010 M. Felga 034 Mf. Smellur 92028 Sýnandi: Jón Viðar Finnsson Afurðir 0,9 ár; 2.841-4,42-126-3,27-93 Kynb.spá: 109 Útlitsdómur: 87 stig
- Ísabella 293 frá Berjanesi, V-Landeyjum.
f. 08.04 2003 F. Pagos 00174 M. Flauta 234 Mf. Blossi 94976 Sýnandi: Erna Árfells Afurðir 0,8 ár; 6.207-4,03-250-3,42-212 Kynb.spá: 101 Útlitsdómur: 90 stig
- Tinna 248 frá Þúfu, V-Landeyjum.
f. 05.09 1999 F. Negri 91002 M. Sylvía 196 Mf. Klerkur 93021 Sýnandi: Guðni Þór Guðmundsson Afurðir 3,2 ár: 5.838-3,92-229-3,27-191 Kynb.mat: 98 Útlitsdómur: 89 stig
| Höskuldur Gunnarsson með Hönk 213 sem stóð efst í flokki mjólkurkúa.
|
Heiðurskýr – eldri kýr sem státa af miklum afurðum og frábærri endingu
- Hrafnhetta 153 frá Hólmum, A-Landeyjum.
- Ljómalind 117 frá Akri, Rangárþingi eystra.
- Botna 209 frá Skeiðháholti, Skeiða- og Gnúpverjahreppi.
|
Besti gripur sýningarinnar var valinn Ör 332 frá Þúfu í V-Landeyjum. |
Frá sýningu kálfa á KÝR 2006.
|
|
Sigurlaug og Ólafur í Nýjabæ með Danna 03980. |
|
Landssamband kúabænda gaf öll verðlaun á sýningunni auk þess sem MS gaf yngri keppendum íþróttatösku og handklæði og KB banki þeim eldri tösku og glósubók. Þá hlutu efsta 1. kálfs kvígan og efsta mjólkurkýrin 3 tonn af kjarnfóðri frá Fóðurblöndunni hvor. Vélaver gaf þremur efstu 1. kálfs kvígum og mjólkurkúm DeLaval mjaltagalla. KB banki verðlaunaði besta grip sýningarinnar.
|