Allir nautgripir skulu merktir 1. janúar 2006

Í reglugerð um merkingar búfjár nr. 463/2003 kemur fram að frá og með 1. janúar 2005 skuli allir nautgripir vera merktir og skráðir í MARK, gagnagrunn einstaklingsmerkinganna. Þessu ákvæði hefur nú verið frestað um eitt ár og tekur því gildi 1. janúar 2006. Það skal þó tekið fram að í samningi um starfsskilyrði mjólkurframleiðslunnar frá 10. maí sl. er gerð krafa um að kýr skuli skráðar í MARK til á fá gripagreiðslur en hófust 1. september 2006.


Skýrsluhald – auðveldasta leiðin
Eins og staðan er í dag eru allar kýr í skýrsluhaldi nautgriparæktarinnar skráðar sjálfkrafa í MARK, þátttaka í því er auðveldasta og besta leiðin til skráningar. Þeir bændur sem utan skýrsluhaldsins standa þurfa að skrá sína gripi sérstaklega, annað hvort á Netinu (á www.bufe.is), sem krefst veflykils sem fá má með því að senda tilkynningu á póstfangið mark@bondi.is eða á hjarðbókum sem Bændasamtökin og búnaðarsamböndin láta í té. Einnig er hægt að prenta þær út af heimasíðum Bændasamtaka Íslands, bondi.is, eða Búnaðarsambandsins með því að smella hér. Hjarðbókum skal síðan skilað útfylltum til þessara sömu aðila. Þá er rétt að hvetja sem flesta bændur til að ná sér í aðgang að Mark til þess að geta farið yfir upplýsingar um lífgripi, pantað merki o.fl. Aðgangur að Mark gefur líka aðgang að Huppu, skýrsluhaldsgrunni í nautgriparæktinni sem er að finna á slóðinni www.huppa.is.


Kálfar skulu merktir fæðingarbúi
Þá er rétt að benda á að nokkur hluti bænda á enn eftir að panta merki í kálfana. Þeir eru beðnir um að bæta úr því hið snarasta. Þá skal það einnig áréttað að allir kálfar sem settir eru á skulu merktir fæðingarbúi og gildir þá einu hvort þeir eru settir á í eigin búi eða seldir til lífs.


Byggt á www.bondi.is/BHB

back to top