Niðurstöður hrútasýninga haustið 2002

Hrútasýningar voru haldnar í öllum sveitarfélögum á Suðurlandi haustið 2002. Til sýningar mættu alls 507 veturgamlir hrútar. Flestir hlutu 1. verðlaun A eða 426 (84%), 61(12%) 1. verðl.B og 20 (4%) 2. og 3. verðlaun. Meðalþungi var 83,3 kg, brm. 103 cm, spj. 24,3 cm og fótl. 120 mm. Meðalómvöðvi reyndist vera 32,9 mm, meðalómfita 5,7 mm og meðalómlögun 3,5. Þá má nefna að einn hrútur hlaut 90 stig í dómi, Fannar 01-380 Læksson 97-843 í Þverspyrnu í Hrunamannahreppi.
Skoðaðir voru 2.196 lambhrútar.
Dómarar voru þau Berglind Guðgeirsdóttir, Guðmundur Jóhannesson, Jón Viðar Jónmundsson, Jón Vilmundarson og Óðinn Örn Jóhannsson. Veittar voru viðurkenningar hæst dæmdu lambhrútum hverrar sýslu og fer listi með þeim hér á eftir. Auk þess var hæst dæmda hrút hverrar sýslu veittur farandskjöldur sem Lánasjóður landbúnaðarins gaf.
Til athugunar! Hrútunum var raðað eftir stigum fyrir bak, malir og læri og síðan eftir heildarstigum og ómmælingu.

Þungi, mál og stigun hrútanna








146 í Norðurhjáleigu, f. Blær 01-761
V-Skaftafellssýsla:

  1. 146 frá Norðurhjáleigu (f. Blær 01-761) – 86,5 stig
  2. 1960 frá Úthlíð (f. Vinur 99-867) – 86,5 stig
  3. 1042 frá Úthlíð (f. 00-639) – 87,0 stig
  4. 7772 frá Borgarfelli (f. Vinur 99-867) – 85,0 stig
  5. 2029 frá Hemru (f. Vinur 99-867) – 85,0 stig
  6. 221 frá Snæbýli I (. 00-643) – 84,5 stig
  7. 1982 frá Úthlíð (f. Bessi 99-851) – 84,0 stig
  8. 438 frá Norðurhjáleigu (f. 01-761) – 85,5 stig
  9. 89 frá Mörk (f. Vinur 99-867) – 85,0 stig
  10. 8611 frá Borgarfelli (f. Vinur 99-867) – 85,0 stig









Sigfús á Borgarfelli og Jóhannes Ingi á Snæbýli með Vinssynina frá Borgarfelli, nr. 7772 og 8611.
Rangárvallasýsla:

  1. 681 frá Skarði (f. Austri 00-435) – 86,5 stig
  2. 79 frá Kaldbak (f. Áll 00-868) – 87,0 stig
  3. 103 frá feti (f. Áll 00-868) – 86,0 stig
  4. 349 frá Ytri-Skógum (f. Vinur 99-867) – 85,5 stig
  5. 13 frá Skarði (f. Austri 00-435) – 85,5 stig
  6. 167 frá Næfurholti (f. Vinur 99-867) – 85,0 stig
  7. 636 frá Skarði (f. Austri 00-435) – 85,0 stig
  8. 498 frá Skarði (f. Spói 01-450) – 85,5 stig
  9. 11 frá Helluvaði (f. Kraftur 01-259) – 85,5 stig
  10. 311 frá Skarði (f. Austri 00-435) – 85,0 stig









Fannar frá Þverspyrnu, f. Lækur 97-843. Kristinn Valgeirsson heldur í hrútinn.
Árnessýsla:

  1. 75 frá Oddgeirshólum (MG) (f. Dreitill 00-001) – 85,5 stig
  2. 42 frá Hamri (f. Styggur 01-011) – 86,5 stig
  3. 1042 frá Fjalli II (f. Ljómi 98-865) – 86,0 stig
  4. 87 frá Tóftum (f. Vinur 99-867) – 86,0 stig
  5. 34 frá Tóftum (f. Sunni 96-830) – 85,5 stig
  6. 33 frá Tóftum (f. Lóði 00-871) – 85,0 stig
  7. 68 frá Hamri (f. Jötunn 97-018) – 85,0 stig
  8. 12 frá Tóftum (f. Sekkur 97-836) – 84,5 stig
  9. 24 frá Tóftum (f. Túli 98-858) – 83,5 stig
  10. 26 frá E-Geldingaholti (f. Áll 00-868) – 86,0 stig

back to top