Grábotni og Máni verðlaunahrútar á aðalfundi LS 2013

Á nýafstöðnum aðalfundi Landssamtaka sauðfjárbænda voru veitt verðlaun fyrir mesta alhliða kynbótahrút sæðingastöðvanna árið 2013 og besta lambaföður sæðingastövanna á starfsárinu 2011-2012.  Mesti alhliða kynbótahrútur sæðingastöðvanna var Grábotni 06-833 frá Vogum 2 í Mývatnssveit, ræktandi er Gunnar Rúnar Pétursson.  Besti lambafaðir sæðingastöðvanna á starfsárinu 2011-2012 er Máni 09-849 fæddur á tilraunabúi Landbúnaðarháskóla Íslands að Hesti í Borgarfirði.

 

Nánar má lesa um verðlaunahrútana á bbl.is


back to top