Verðskrá sauðfjárafurða haustið 2012
Hér er að finna verðsamanburð sem Landssamtök sauðfjárbænda hafa tekið saman. Verðsamanburðurinn miðast við kjötmat og sláturmagn á landinu öllu árið 2011 eins og fyrri ár og tekur tillit til verðskráa afurðastöðva í vikum 35-45. Álagsgreiðslur Markaðsráðs eru ekki meðtaldar sem og einstakra fyrirtækja utan vikna 35-45. Meðalverðin eru námunduð í töflunni að næstu heilu krónu en eru reiknuð út með fullri nákvæmni. Heildarmeðaltalið er þó birt með aukastöfum til að draga betur fram mun á verði einstakra fyrirtækja, þar sem hann er í sumum tilvikum afar lítill.
Afurðastöð |
Lambakjöt |
Annað kindakjöt |
Heildarverð |
KS og SKVH | 528 kr. |
247 kr. |
499,45 |
SV | 527 kr. |
244 kr. |
497,22 |
NL | 526 kr. |
248 kr. |
497,01 |
SAH | 526 kr. |
240 kr. |
496,21 |
SS | 525 kr. |
249 kr. |
496,14 |
Fjallalamb | 516 kr. |
249 kr. |
488,91 |
Landsmeðaltal 2012 | 526 kr. |
246 kr. |
497,13 |
Viðmiðunarverð LS | 550 kr . |
249 kr. |
519,53 |
Landsmeðaltal 2011 | 502 kr. |
249 kr. |
475,87 |