Áburður
Til meginnæringarefna jurta teljast sex frumefni, köfnunarefni, fosfór, kalí, kalsíum, magnesíum og brennisteinn. Af hverju þessara efna er í uppskeru frá 10 og upp í yfir 100 kg af hektara. Snefilefni eru þau frumefni sem jurtirnar þurfa minna en 1 kg á hektara á ári þótt þær taki oft meira upp af þeim en þær þurfa.
Ekki er sjálfgefið að allir viti fyrir hvað skammstafanir áburðarefna standa.
Skal bætt úr því hér:
Meginnæringarefni jurta:
- N = köfnunarefni
- P = fosfór
- K = kalí
- Ca = calsíum
- Mg = magnesíum
- S = brennisteinn
Snefilefni sem eru jurtanærandi:
- Cl = klór
- Na = natríum
- Ma = mangan
- Fe = járn
- B = bór
- Zn = zink
- Cu = kopar
- Mo = molybden
- Co = kóbolt
Snefilefni sem ekki eru jurtanærandi en eru dýrum nauðsynleg og því stundum sett í áburð til að tryggja aðgengi búfjár að þeim. - Se = selen
- I = joð