Áburður

Samkvæmt þeim áburðartilraunum sem gerðar hafa verið virðist í stórum dráttum mega segja að köfnunarefnisþörf korns sé:




















Tegund lands Korn á 1. ári eftir 
tún eða grænfóður, 
kg N/ha
Korn annað árið
í röð og síðar, 
kg N/ha
Framræst mýri, frjósöm 30-45 60-75
Mólendi og lítt frjósöm mýri 45-60 75-90
Melar og sandar 60-90 90-120

Steinefnaþörf hefur oft verið ofmetin og t.d hafa tilraunir hvergi sýnt fram á uppskeruauka fyrir stærri fosfórskammta en sem nemur 18 kg P/ha og kalí hefur alls ekki gefið uppskeruauka þó ekki sé þorandi að sleppa því alveg. Á grundvelli þessa eru gerðar eftirfarandi tillögur um áburðartegundir:
















Köfnunarefnisþörf lands Áburður, magn/ha og tegund
30-45 kg N/ha 250-400 kg garðáburður, t.d. 12-15-17
50-80 kg N/ha 350-550 kg miðlungsáburður, t.d. 15-15-15
90-120 kg N/ha 450-600 kg túnáburður, t.d. 20-10-10

Heimild: Jónatan Hermannsson, Handbók bænda 2003 og 2004.

back to top