Niðurstöður heysýna 2004
Alls hafa borist niðurstöður úr 900 heysýnum (hirðingarsýnum) af Suðurlandi þegar þetta er skrifað. Mikill meirihluti er úr 1.slætti eða 746 alls og meirihlutinn tekinn í júnímánuði. Alls bárust niðurstöður um 131 heysýni úr slætti 2 og örfá úr 3.slætti. Loks bárust niðurstöður úr 23 grænfóðursýnum.
Niðurstöður bera það með sér að orkugildi hefur fallið tiltölulega hratt um 25.júní þó breytileiki sé allverulegur milli bæja og svæða. Hey tekin um mánaðarmót júní/júlí af túnum sem voru friðuð fyrir beit að vori, hafa greinlega tapað verulega af næringargildi sínu í flestum tilvikum. Niðurstöður má sjá í töflu 1. Þar eru einnig gefnar meðaltalstölur frá árunum 2003 og 2002. Þetta eru sýni bæði úr 1.og 2.slætti en án grænfóðurs. Þurrefni er hærra en fyrri ár og munar mestu hvað háin var víða þurrefnisrík.
Tafla 1. Fjöldi sýna, þurrefni, orka og prótein | |||
2004 | 2003 | 2002 | |
Fjöldi sýna | 877 | 567 TD> | 826 |
Þurrefni % | 63 | 57 | 58 |
Orkugildi (FEm/kg þe.) | 0,80 | 0,79 | 0,82 |
Heildarprótein, g/kg þe. | 164 | 153 | 174 |
AAT, g/kg þe. | 76 | 72 | 75 |
PBV, g/kg þe. | 33 | 28 | 44 |
Athyglivert er að skoða steinefnatölur frá liðnu sumri í heysýnunum og bera þær tölur saman við árið á undan og árið 2002. Allar tölur eru miðaðar við grömm í kílói þurrefnis (g/kg þe.)
Tafla 2. Steinefnatölur í heysýnum | |||
2004 | 2003 | 2002 | |
Kalsíum (Ca) g/kg þe. | 3,4 | 3,3 | 3,5 |
Fosfór (P) g/kg þe. | 3,1 | 3,2 | 3,5 |
Magnesíum (Mg) g/kg þe. | 2,1 | 2,0 | 2,3 |
Kalí (K) g/kg þe. | 18 | 19 | 21 |
Natríum (Na) g/kg þe. | 1,1 | 1,0 | 1,1 |
Þarna kemur fram nokkur munur á tölugildum milli ára. Calsíumtalan hækkar örlítið en fosfórinn lækkar.
Þegar litið er á samanburð eftir því hvort heyja er aflað í 1.slætti, 2. slætti eða sem grænfóður, þá koma eftirfarandi niðurstöður fram eftir sumarið 2004.
Tafla 3. Niðurstöður ársins 2004 – Fjöldi sýna, orku- og próteingildi | ||||||
Tegund | Fjöldi | Meltanleiki | FEm/kg | Prótein | AAT | PBV |
1. sláttur | 746 | 71 TD> | 0,81 | 162 | 73 | 34 |
2. sláttur | 131 | 69 | 0,78 | 167 | 78 | 31 |
Meðaltal 1. sl. + 2. sl. |
| 70 | 0,80 | 164 | 74 | 33 |
Grænfóður | 23 | 74 | 0,85 | 192 | 83 | 48 |
Þarna er um margt forvitnilegar tölur að ræða, 1.sláttur er að jafnaði afgerandi betri í orkugildi en 2.sláttur en hins vegar er 2.sláttur að jafnaði próteinríkari.
Tafla 4. Niðurstöður ársins 2004 – Steinefnatölur og þurrefni | ||||||
Tegund | Ca | P | Mg | K | Na | Þurrefni |
1. sláttur | 0,32 | 0,31 TD> | 0,20 | 1,82 | 0,10 | 56,8 |
2. sláttur | 0,45 | 0,34 | 0,28 | 1,68 | 0,16 | 69,2 |
Meðaltal 1. sl. + 2. sl. | 0,38 | 0,33 | 0,24 | 1,75 | 0,13 | 63,0 |
Grænfóður | 0,51 | 0,32 | 0,24 | 2,60 | 0,46 | 36,9 |
Eins og reynslan hefur verið þá er uppskera úr 2.slætti steinefnaríkari en úr 1.slætti. Athygli vekur að uppskera háarinnar er að jafnaði mun þurrefnisríkari en 1.sláttur. Einnig eru sýni úr grænfóðri óvanalega þurr. Skýringin þar liggur í því að meirihluti þeirra sýna er úr rýgresi sem auðveldara er að þurrka en krossblómaættin.
Runólfur Sigursveinsson