Áætlun um töku jarðvegssýna
Fjórða hvert haust hvetur Búnaðarsambandið bændur í ákveðnum búnaðarfélögum til að taka jarðvegssýni. Niðurstöður jarðvegsefnagreininga gefa góðar upplýsingar um sýrustig jarðvegs og steinefnainnihald sem eru mikilvægar forsendur fyrir áburðaráætlun komandi sumars.
Framkvæmd jarðvegssýnatökunnar er með þeim hætti að bændur sem óska eftir töku jarðvegssýna er sendur sérstakur stafur eða bor sem hentar mjög vel til að taka jarðvegssýni. Með bornum fylgja taupokar, merkimiðar og fylgiskjöl sem fylla þarf út, ásamt leiðbeiningum um hvernig að sýnatökunni skuli staðið. Sýnin eru síðan send til Búnaðarsambandsins þar sem starfsmaður fer yfir að allt sé rækilega merkt og skráð og sendir sýnin áfram til efnagreiningar. Þegar niðurstöður efnagreininganna liggja fyrir eru þær sendar áfram til bænda með stuttum athugasemdum eða leiðbeiningum af hendi starfsmanns BSSL.
Eftirfarandi áætlun er sett fram bændum til upplýsinga um hvenær komið sé að þeirra búnaðarfélagi. Eftir sem áður er bændum sem öðrum frjálst að taka jarðvegssýni og koma með til efnagreiningar hvenær sem er…
Áætlun um töku jarðvegssýna 2010-2014 | ||||
2010 | 2011 | 2012 | 2013 | 2014 |
V.- Skaftafellssýsla | ||||
Álftaver | Mýrdalur | Landbrot | — | — |
Skaftártunga | — | Síða | — | — |
Meðalland | — | — | — | — |
Rangárvallasýsla | ||||
Fljótshlíð | Holt | A.-Landeyjar | A.-Eyjafjöll | Ásahr. |
— | Landsveit | V.-Landeyjar | Rangárvellir | — |
— | — | V.- Eyjafjöll | Hvolhr. | — |
— | — | — | Djúpárhr. | — |
Árnessýsla | ||||
Bláskógabyggð | Hrunamannahr. | Gnúpverjahr. | Grafningur | |
Stokkseyri | — | — | Skeið | Grímsnes |
Eyrarbakki | — | — | Ölfus | Flóahr. |
— | — | — | — | Sandvíkurhr. |
Sjá einnig:
Leiðbeiningar um töku jarðvegssýna