Mál og vog

Lengd
1 metri (m) = vegalengd sem ljósið fer á 1/299 792 458 hluta úr sekúndu í lofttómu rúmi. Þessi skilgreining gekk í gildi árið 1983. Metrinn var upphaflega skilgreindur sem 1 tíumilljónasti hluti af vegalengdinni frá heimskauti jarðar að miðbaug.
1 þumlungur, tomma (inch, in, Br. og U.S.) = 2,54 cm
1 fet (Br. og U.S.) = 12 þumlungar = 30,48 cm
1 fet (danskt) =139,13/443,296 m = 31,39 cm
1 alin (dönsk) = 2 fet =62,77 cm
1 yard = 3 fet = 91,44 cm
1 faðmur (danskur) = 3 álnir = 1,88 m
1 míla (Br. og U.S.) = 1,609 344 km
1 míla (dönsk) = 4.000 faðmar = 7,53 km
1 míla (sænsk) = 10 km
1 sjómíla (alþjóðleg) = 1.852 m. Sjómílan samsvarar nokkurn veginn 1 mínútu breiddar á yfirborði jarðar. Breiddarmínútan er um 1.843 m við miðbaug en 1.862 m við heimskaut.

Flatarmál
1 fermetri (m2) = flatarmál fernings sem er 1 metri á hvorn veg
1 hektari (ha) = 10.000 m2
1 ferkílómetri (km2) = 100 hektarar
1 ekra (Br. og U.S.) = 0,4047 hektarar = 4.047 m2


Rúmmál
1 rúmmetri (m3) = rúmmál tenings sem er 1 metri á hvern veg
1 lítri (l eða L) = 1 dm3 = 1.000 cm3 (millilítrar, ml). Þessi skilgreining tók gildi 1964. Eftir eldri skilgreiningur var lítrinn 1,000 028 dm3
1 pottur = 0,966 lítrar
1 mörk = hálfpottur = um 1/2 lítri
1 peli = 1/4 úr potti = um 1/4 úr lítra
1 mál (síldar) = 150 lítrar. Málið er oft talið taka 135 kg af síld.
1 síldartunna ( 120 lítrar= Tunnan er oft talin taka um 100 kg af síld.
1 olíutunna (barrel) = 42 gallon (U.S.) = 159 lítrar
1 rúmfet (Br. og U.S.) = 28,3 dm3
1 rúmlest (brúttórúmlest) = 100 rúmfet =2,83 m3
1 gallon (U.S.) = 231 rúmþumlungur = 3,79 dm3 (lítrar)
1 gallon (Br.) = 277,42 rúmþumlungar = 4,55 dm3 (lítrar)
1 quart (U.S.) =1/4 gallon (U.S.) = 0,946 dm3 (lítrar)
1 quart (Br.) = 1/4 gallon (Br.) = 1,14 dm3 (lítrar)
1 pint (U.S.) = 1/2 quart (U.S.) = 0,473 dm3 (lítrar)
1 pint (Br.) = 1/2 quart (Br.) = 0,568 dm2 (lítrar)
1 vökvaúnsa (fl oz, U.S.) = 1/16 pint (U.S.) = 29,6 cm3 (ml.)
1 vökvaúnsa (fl oz Br.) = 1/20 pint (Br.) = 28,4 cm3 (ml.)

Massi
1 kílógramm (kg) = massi sívalnings úr blöndu platínu og iridíns sem geymdur er í Sévres í Frakklandi. Í gildi síðan 1889.
1 pund (ísl.) = um 0,5 kg.
1 pund (lb, Br.og U.S.) = 0,45359237 kg = 454 grömm
1 mörk = um 0,25 kg = 250 grömm
1 tonn (metrakerfistonn) = 1.000 kg
1 tonn (U.S., „short ton“) = 2.000 lb = 907 kg
1 tonn (Br., „long ton“) = 2240 lb = 1.016 kg
1 smálest = 1 tonn = um 1.000 kg. (Þegar talað er um smálestir í sambandi við stærð skipa er venjulega átt við rúmlestir.
1 hundradweight (cwt) = 112 lb = 50,8 kg
1 stone (Br.) =14 lb = 6,35 kg
1 únsa (oz, Br. og U.S.) = 1/16 lb = 28,35 grömm

Br. = breskar einingar
U.S. = bandarískar einingar

back to top