Niðurstöður tilrauna

Hér hafa verið listuð upp heiti þeirra verkefna sem unnið hefur verið að á Tilraunabúinu að Stóra-Ármóti frá stofnun 1987. Með því að smella á heiti verkefnanna flyst þú sjálfkrafa yfir á greinasafn íslensks landbúnaðar á viðeigandi grein.

Að auki hafa starfsmenn Tilraunabúsins að Stóra-Ármóti hverju sinni skrifað fjölmargar greinar um fagleg efni í Frey, Bændablaðið og víðar þó ekki hafi verið um rannsóknir að ræða þar sem tilraunaaðstaðan á Stóra-Ármóti var notuð.

Kálfadauði II niðurstöður framhaldsrannsóknar (glærur), Grétar Hrafn Harðarson, Snorri Sigurðsson, Jóhannes Sveinbjörnsson og Baldur Helgi Benjamínsson.

Áhrif Startvac® bóluefnis á júgurheilbrigði (glærur), Grétar Hrafn Harðarson

Niðurstöður áburðartilrauna og athugunar á Stóra Ármóti 2010

Áburðargildi ösku úr Eyjafjallajökli og áhrif hennar á gæði fóðurs, Guðni Þorvaldsson, Hólmgeir Björnsson, Grétar Hrafn Harðarson og Jónatan Hermannsson
Birt í Fræðaþingi landbúnaðarins 2011

Athugun á áhrifum ösku á verkun og lystugleika gróffóðurs, Bjarni Guðmundsson, Grétar Hrafn Harðarson og Margrét Ósk Ingjaldsdóttir
Birt á heimasíðu Búnaðarsambands Suðurlands og í Fréttabréfi BSSL 2010

Áhrif fóðrunar á framleiðslusjúkdóma mjólkurkúa, Grétar Hrafn Harðarson og Jóhannes Sveinbjörnsson
Birt í Fræðaþingi landbúnaðarins 2009

Þungi og átgeta íslenskra mjólkurkúa, Jóhannes Sveinbjörnsson og Grétar Hrafn Harðarson
Birt í Fræðaþingi landbúnaðarins 2008

Uppeldi kálfa. Áhrif kjarnfóðurs með mismiklu tréni á vöxt og heilbrigði kálfa, ábm. Grétar Hrafn Harðarson
Birt í Fræðaþingi landbúnaðarins 2007

Heilfóðrun til hámarksafurða – kynning á búnaði og verkefni, ábm. Grétar Hrafn Harðarson
Birt sem veggspjald á Fræðaþingi landbúnaðarins 2005

Energy metabolism in the periparturient dairy cow, ábm. Grétar Hrafn Harðarson
Birt í Fræðaþingi landbúnaðarins 2005

Fóðrun til hámarksafurða, ábm. Grétar Hrafn Harðarson
Birt sem veggspjald á Fræðaþingi landbúnaðarins 2004

Átgeta íslenskra mjólkurkúa, ábm. Gunnar Ríkharðsson
Birt í Ráðunautafundi 2002

Áhrif fóðrunar á efnainnihald í mjólk, ábm. Bragi Líndal Ólafsson og Emma Eyþórsdóttir
Birt í Ráðunautaffundi 2002

Þol salmonellu í votverkuðu heyi, ábm. Grétar Hrafn Harðarson og Bjarni Guðmundsson
Birt sem veggspjald á Ráðunautafundi 2002

Hýsing sauðfjár í köldu húsi og á hálmi, ábm. Þröstur Aðalbjarnarson
Birt sem veggspjald á Ráðunautafundi 2002

 

Áhrif tvísláttar á fóðrunarvirði gróffóðurs fyrir mjólkurkýr, ábm. Gunnar Ríkharðsson
Birt sem veggspjald í Ráðunautafundi 2001

Próteingildi rúlluheys, ábm. Bragi Líndal Ólafsson
Birt í Ráðunautafundi 2000

Frjósemi mjólkurkúa, ábm. Þorsteinn Ólafsson og Sigríður Bjarnadóttir
Birt í Frey 1997

Hálíngresi og vallarfoxgras handa mjólkurkúm, ábm. Gunnar Ríkharðsson
Birt í Ráðunautafundi 1999

 

Selen og ormalyf handa kvígum, ábm. Þorsteinn Ólafsson og Sigríður Bjarnadóttir
Birt í Ráðunautafundi 1999

Bygg í fóðri mjólkurkúa af íslensku kyni, ábm. Gunnar Ríkharðsson
Birt í Ráðunautafundi 1998

 

Mismunandi kjarnfóðurgjöf fyrir mjólkurkýr, ábm. Gunnar Ríkharðsson
Birt í Ráðunautafundi 1997

Samanburður á íslenskum og norskum kúm í Færeyjum, ábm. Gunnar Ríkharðsson
Birt í Ráðunautafundi 1996

 

Hert loðnulýsi og fóðurkál fyrir mjólkurkýr, ábm. Gunnar Ríkharðsson
Birt í Ráðunautafundi 1996

 

Grænfóður og þurrhey fyrir kýr á fyrsta mjaltaskeiði, ábm. Gunnar Ríkharðsson.
Birt í Ráðunautafundi 1995

 

Mismunandi orkufóðrun mjólkurkúa í byrjun mjaltaskeiðs – Áhrif fóðrunar á át og afurðir,
ábm. Gunnar Ríkharðsson
Birt í Ráðunautafundi 1995

Mismunandi orkufóðrun mjólkurkúa í byrjun mjaltaskeiðs – Áhrif fóðrunar á blóðefni,
ábm. Grétar Hrafn Harðarson
Birt í Ráðunautafundi 1995

Mismunandi orkufóðrun mjólkurkúa í byrjun mjaltaskeiðs – Áhrif fóðrunar á frjósemi,
ábm. Þorsteinn Ólafsson
Birt í Ráðunautafundi 1995

Áhrif grastegunda og aldurs kúa á át og afurðir, ábm. Gunnar Ríkharðsson.
Birt í Ráðunautafundi 1994

 

Júgurbólguverkefni á Stóra-Ármóti, ábm. Gunnar Ríkharðsson.
Birt í Ráðunautafundi 1993

Íblöndun á hertu loðnulýsi í kjarnfóður mjólkurkúa og áhrif þess á át, nyt, efnainnihald og bragðgæði mjólkur,
ábm. Gunnar Ríkharðsson
Birt í Ráðunautafundi 1990

back to top