Bændabókhald BSSL
Bændabókhald BSSL er sjálfstæð rekstrareining í eigu Búnaðarsambands Suðurlands. Fyrirtækið býður bændum upp á bókhaldsþjónustu þar sem er veitt er aðstoð við virðisaukaskattsuppgjör, skattaskil, gerð ársreikninga, reikningagerð, launavinnslur ofl.
Einnig er veitir fyrirtækið aðstoð, ráðgjöf og/eða leiðbeiningar við notkun bókhaldsforritsins dkBúbót, sem margir bændur nota.
Bændabókhald BSSL, í samstarfi við Bændasamtök Íslands, býður reglulega upp á námskeið í notkun dkBúbót. dkBúbót er öflugur bókhaldshugbúnaður sem byggir á grunni dk hugbúnaðarins, en hefur verið aðlagað að þörfum bænda. Frekari upplýsingar um dk hugbúnaðinn er að finna á heimasíðu dk hugbúnaðar ( www.dk.is ) og einnig á heimsíðu Bændasamtakanna, www.bondi.is
Bændabókhald BSSL hefur aðstöðu í húsnæði Búnaðarsambands Suðurlands að Austurvegi 1 á Selfossi.