Fjármálaþjónusta
Búnaðarsamband Suðurlands hefur um árabil boðið bændum upp á alhliða fjármálaráðgjöf í tengslum við búreksturinn. Í því felst rekstrargreining, rekstraráætlanagerð, leiðir til endurfjármögnunar, aðstoð við verðmat fyrirtækis o.fl.
Einnig hefur Búnaðarsambandið starfrækt verkefni sem einkum snúa að rekstri kúabúa (Sunna) og sauðfjárbúa (Sómi), en einnig býðst bændum í öðrum búgreinum kostur á slíkri þjónustu og eru þeir hvattir til að hafa samband. Aðalsímanúmer Búnaðarsambandsins er 480 1800.
Nánari upplýsingar gefa:
Runólfur Sigursveinsson, beinn sími 480 1811, rs@bssl.is
Margrét Ingjaldsdóttir, beinn sími 480 1809, margret@bssl.is