Búnaðarþingskosningar 2006
Á stjórnarfundi BSSL 27. febrúar s.l. var ákveðið að fram fari almenn kosning á svæði Búnaðarsambands Suðurlands til Búnaðarþings á árinu 2006. Skipuð hefur verið kjörstjórn og í henni sitja Þorfinnur Þórarinsson, Elvar Eyvindsson og Valur Oddsteinsson en til vara eru Guðmundur Stefánsson, Ari Árnason og Sólrún Ólafsdóttir.
Frestur til framboðs til Búnaðarþings rennur út þann 31. mars n.k. kl. 12:00, það er þremur vikum fyrir aðalfund BSSL sem verður 21. apríl n.k. Kjörlistum skal skila til Búnaðarsambands Suðurlands á Austurvegi 1 á Selfossi ásamt tilskyldum fjölda meðmælenda skv. 13. grein samþykkta Bændasamtaka Íslands.