Veiddir þú örmerktan lax?

Nú standa yfir merkingar á laxaseiðum í Kálfá. Eru þær liður í stofnstærðarmati á laxi á vatnasvæði Þjórsár. Laxarnir eru merktir með svokölluðum örmerkjum. Merkin eru örsmáar málmflísar sem eru í trjónu fisksins. Hægt er að koma merkjum ásamt upplýsingum um lengd, þyngd, veiðidag o.fl. til Veiðimálastofnunar, Búnaðarmiðstöðinni Austurvegi 3-5,  800 Selfoss.

Örmerktir fiskar eru ávallt veiðiuggalausir. Veiðimálastofnun  Veiðimenn við Þjórsá eða þverám hennar eru sérstaklega beðnir að aðgæta hvort veiðiugga vantar á laxar sem veiðast. Ef slíkur lax veiðist eru það vinsamleg tilmæli til veiðimanna að skera af efri skolt (sjá mynd) og setja í plastpoka með upplýsingum um laxinn. Skafið hreistri af hlið fisksins og setjið með í pokann.  Frysta má skoltinn með merkinu. Greidd verða verðlaun kr. 5.000 fyrir hvern veiddan fisk með örmerki, sem veiddur er á vatnasvæði Þjórsár á veiðitímabilinu 2013.

ormerki_i_fiski


back to top