Skráning á ræktun matjurta
Á vef Matvælastofnunar mast.is er tilkynning til ræktenda matjurta um að skrá starfsemi sína hjá stofnuninni. Matjurtarækt getur bæði verið innirækt eða útiræktun, með útiræktun er líka átt við ræktun á korni til manneldis en slík ræktun telst til frumframleiðslu. Stofnunin hvetur ræktendur til að vera búin að skrá starfsemi sína eigi síðar en 15. janúar 2014 í gegnum þjónustugátt stofnunarinnar.
Nánar má lesa um skráningu matvæla á mast.is, eða slóð beint á þjónustugátt.