Fréttir af formannafundi BSSL
Formannafundur BSSL var haldin að Árhúsum Hellu föstudaginn 17. janúar sl. Á fundinn mættu Sigurgeir Sindri formaður BÍ og Eiríkur Blöndal framkvæmdastjóri BÍ. Þeir ræddu málefni bændastéttarinnar, starfsemi BÍ og afdrif tillagna síðasta Búnaðarþings. Fjallað var um starfsemi og framtíð BSSL . Sérstakur gestur var Jón Geir Pétursson skrifstofustjóri í umhverfisráðuneytinu en við hann var rætt um það mikla tjón sem verður af ágangi álfta og gæsa í ökrum og túnum bænda. Á fundinn mættu búnaðarþingsfulltrúar og á fundinum urðu til vísar að tillögum til Búnaðarþings um tímabundið skotleyfi á álft og kanna sjúkdómatíðni í sauðfé í ljósi stækkunar varnarhólfa.